Sunnudagur, 25 febrúar 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Fjölskylduhátíð í Hörpu

publci cote winner support a better world-rgb

Haldin verður fjölskylduhátíð í Hörpu 6.september næstkomandi til að vekja athygli á matarsóun. 

 Það eru samtökin Vakandi, Landvernd og Kvenfélagasamband Íslands sem standa að hátíðinni með stuðningi fjölmargra aðila, þar á meðal Norrænu ráðherranefndarinnar og UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.

Á meðal þeirra fjölmörgu sem munu koma fram er Daninn Selina Juul, handhafi Umhverfisverðlauna Norðulandaráðs. Juul er forsprakki samtakanna Stöðvum sóun matvæla (Stop spild af mad) í Danmörku og hefur vakið mikla athygli fyrir skelegga frammistöðu sína í þágu málefnisins.

Svipaðar hátíðir verða haldnar í höfuðborgum allra Norðurlandanna fimm í september og njóta þær stuðnings Norrænu ráðherranefndarinnar.

Think.Eat.Save

TES-logo-UNRIC-webSameinuðu þjóðirnar hafa skorið upp herör gegn sóun matvæla og var Alþjóðadagur umhverfisins, 5.júní á síðasta ári helgaður málefninu og herferðinni Think.Eat.Save – Reduce Your Foodprint. UNRIC, Upplýsingaskrifsofa Sameinuðu þjóðanna í Brussel efndi til samkeppni um bestu auglýsinguna á síðasta ári til að vekja athygli á þessu málefni. Þórdís Claessen, grafískur hönnuður sigraði í kosningu almennings og fylgir framlag hennar þessari frétt.

Auglýsing Þórdísar ber heitið Support a better world og er hún birt fyrir ofan þessa grein. Hún var í hópi fimmtán auglýsinga um málefnið sem valdar voru í úrslit og hafa þær verið sýndar í mörgum Evrópuríkjum en keppnin náði til Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og nágrannahéraða Rússlands. Um tvö hundruð auglýsingar bárust í keppnina en um fimmtíu þúsund heimsóttu vefsíðu keppninnar.
Verðlaun dómnefndar hlaut Marta Zarina-Gelze, frá Lettlandi fyrir auglýsinguna “Her last wish was to be eaten.”

 

vakandi 253

 Vefsíða Vakandi og UNRIC um sóun matvæla