Miðvikudagur, 20 nóvember 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Um UNRIC

runicentrance.jpgUpplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu (The United Nations Regional Information Centre (UNRIC)) var opnuð í Brussel 1. janúar 2004. Svæðisskrifstofan fyrir Vestur-Evrópu leysti af hólmi níu upplýsingaskrifstofur í Evrópu (Aþenu, Bonn, Brussel, Kaupmannahöfn, Lissabon, Lundúnum, Madrid, París og Róm) sem var lokað 31. desember 2003 í samræmi við ákvörðun 58. Allsherjarþingsins.

UNRIC þjónar Vestur-Evrópu og sér um að dreifa upplýsingum og gögnum til allra landa á svæðinu. Upplýsingastarfið nær til allra þátta samfélagsins og samvinnuverkefni og atburðir eru skipulagðir í samvinnu við ýmsa aðila, þar á meðal ríkisstjórnir, fjölmiðla, frjáls félagasamtök, menntastofnanir og sveitastjórnir.

Bóksafn er opið almenningi en þar er safnað saman skýrslum Sameinuðu þjóðanna og útgefnu efni á ensku, frönsku og spænsku auk annara upplýsinga sem til eru á öðrum tungumálum Vestur-Evrópu. UNRIC svarar öllum fyrirspurnum sem fram koma hvort heldur sem er í síma, tölvupósti eða bréflega.

Sameiginlegt vefsvæði UNRIC er starfrækt á 13 tungumálum á svæðinu: dönsku, ensku, finnsku, frönsku, þýsku, grísku, íslensku, ítölsku, hollensku/flæmsku, norsku, portúgölsku, spænsku og sænsku. Á hverju vefsvæði er að finna upplýsingar um helstu atburði, starf og þemadaga á vegum Sameinuðu þjóðanna auk þess sem UNRIC og stofnanir tengdar Sameinuðu þjóðunum fitja upp á á hverjum stað

Öll vefsvæðin sem ekki eru á opinberum málum Sameinuðu þjóðanna (enska, franska og spænska tengjast beint aðalvefsvæði SÞ) birta einnig grundvallarupplýsingar um starf Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal uppbyggingu, markmið, helstu skjöl, tengdar stofnanir, atvinnumöguleika og starfssvið).


countries.gif 

Frá 1. janúar 2004 hefur Upplýsingaskrifstofan fyrir Vestur-Evrópu (UNRIC) í Brussel veitt upplýsingum til eftirfarandi landa: Belgía, Bretland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ísland, Írland, Ítalía, Lúxemborg, Kýpur, Malta, Mónakó, Noregur, Portúgal, San Marínó, Spánn, Svíþjóð og Vatíkanið.

UNRIC sér einnig um tengsl við Evrópusambandið á upplýsingasviði.

Alþjóða salernisdagurinn

19.nóvember 2019