Sunnudagur, 22 júlí 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Um UNRIC

runicentrance.jpgUpplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu (The United Nations Regional Information Centre (UNRIC)) var opnuð í Brussel 1. janúar 2004. Svæðisskrifstofan fyrir Vestur-Evrópu leysti af hólmi níu upplýsingaskrifstofur í Evrópu (Aþenu, Bonn, Brussel, Kaupmannahöfn, Lissabon, Lundúnum, Madrid, París og Róm) sem var lokað 31. desember 2003 í samræmi við ákvörðun 58. Allsherjarþingsins.

UNRIC þjónar Vestur-Evrópu og sér um að dreifa upplýsingum og gögnum til allra landa á svæðinu. Upplýsingastarfið nær til allra þátta samfélagsins og samvinnuverkefni og atburðir eru skipulagðir í samvinnu við ýmsa aðila, þar á meðal ríkisstjórnir, fjölmiðla, frjáls félagasamtök, menntastofnanir og sveitastjórnir.

UNRIC dreifir líka upplýsingaefni, helstu skýrslum og gögnum Sameinuðu þjóðanna, fjölmiðlaefni, veggspjöldum, upplýsingaspjöldum og bæklingum.

Bóksafn er opið almenningi en þar er safnað saman skýrslum Sameinuðu þjóðanna og útgefnu efni á ensku, frönsku og spænsku auk annara upplýsinga sem til eru á öðrum tungumálum Vestur-Evrópu. UNRIC svarar öllum fyrirspurnum sem fram koma hvort heldur sem er í síma, tölvupósti eða bréflega.

Sameiginlegt vefsvæði UNRIC er starfrækt á 13 tungumálum á svæðinu: dönsku, ensku, finnsku, frönsku, þýsku, grísku, íslensku, ítölsku, hollensku/flæmsku, norsku, portúgölsku, spænsku og sænsku. Á hverju vefsvæði er að finna upplýsingar um helstu atburði, starf og þemadaga á vegum Sameinuðu þjóðanna auk þess sem UNRIC og stofnanir tengdar Sameinuðu þjóðunum fitja upp á á hverjum stað

Öll vefsvæðin sem ekki eru á opinberum málum Sameinuðu þjóðanna (enska, franska og spænska tengjast beint aðalvefsvæði SÞ) birta einnig grundvallarupplýsingar um starf Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal uppbyggingu, markmið, helstu skjöl, tengdar stofnanir, atvinnumöguleika og starfssvið).


countries.gif 

Frá 1. janúar 2004 hefur Upplýsingaskrifstofan fyrir Vestur-Evrópu (UNRIC) í Brussel veitt upplýsingum til eftirfarandi landa: Belgía, Bretland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ísland, Írland, Ítalía, Lúxemborg, Kýpur, Malta, Mónakó, Noregur, Portúgal, San Marínó, Spánn, Svíþjóð og Vatíkanið.

UNRIC sér einnig um tengsl við Evrópusambandið á upplýsingasviði.

Heimsmarkmiðin: Erum við á réttri leið?