Föstudagur, 20 apríl 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Frá Vålerenga til Warsheikh

Hawala UN Photo Stuart Price

Júní 2014. Þegar Sómalir erlendis senda peninga heim til Sómalíu far þeir sjaldnast í banka.

Þeir nýta sér heldur ekki greiðsluþjónustur á borð við Forex, Western Union eða Ria. Þeir hafa miklu frekar upp á málsmetandi einstaklingi í sómalska samfélaginu á hverjum stað sem síðan hefur samband við tengilið, til dæmis í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Sá kemur boðum áleiðis og skömmu síðar er fénu stungið í seðlaveski ættingja.

Hawala þýðir traust á arabísku og vísar til sérstakrar tegundar af greiðsluþjónustu, þar sem féð hreyfist ekki úr stað í venjulegum skilningi. Hefðbundin greiðsluþjónusta byggir á tilteknu fjármálaumhverfi jafnt í landi sendanda sem móttakanda. Hawala þarf á engu að slíku að halda, því það snýst um að milliliður veitir tímabundið lán. Í landi þar sem opinbert fjármálakerfi er ekki til er þetta oft og tíðum eina leiðin til koma greiðslum áleiðis.

Líflína heim

Somalis4 UN Tobin Jones„Í borgarastríðinu á tíunda áratug síðustu aldar hrundu margar stoðir samfélagsins, þar á meðal bankageirinn,“ segir Bashe Musse, einn forprakka samfélags Sómala í Noregi. „Hawala-kerfið blómstraði hins vegar og varð lífilína á milli Sómala erlendis og fjölskyldna þeirra i heimalandinu.“

Skortur á virkum fjármálakerfi er ein af ástæðunum fyrir því að óopinber greiðsluþjónusta þrífst, en þó ekki sú eina. Opinberu greiðsluþjónustufyrirtækin græða á tá og fingri með þvi að verðleggja þjónustu sína hátt og með því að nýta sér gengisskráningu sér í hag. Hæstu gjöldin eru oft og tíðum lögð á peningasendinga til landanna á suðurhveli landa. Þetta hefur sætt harðri gagnrýni af hálfu Alþjóðabankans. Margir sjá ofsjónum yfir að borga þess háu gjöld og kjósa því að nota óformlegar leiðir.

Önnur ástæða eru þeir tálmar sem settir eru á mörgum Vesturlöndum við þvi að eignast bankareikning. Af öryggisástæðum er oft krafist persónuskilríkja og vottorða um atvinnu og heimilisfang. Margt förufólk, hvort heldur sem er skráð eða óskráð, uppfyllir ekki skilyrði fyrir því að geta notað sér greiðsluþjónustu bankanna.

Að sögn Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP, geta peningasendingar skipt sköpum um að þörfum á borð við mat, heilsugæslu, skólagöngu og húsnæði sé mætt. 

Búhnykkur fyrir heimalandiðSomalis 1 UN Tobin Jones

Vitaskuld er erfitt að henda reiður á hversu mikið fé er sent í gegnum Hawala-kerfið, en athuganir til dæmis í Noregi benda til að þarna sé velt milljörðum. Peningasendingar til heimalanda með hvaða aðferð sem er, auka þjóðartekjur margra þróunarríkja verulega og eru lóð á vogarskála þróunar og draga úr fátækt. 


Morten Nilsen, hjá norsku Efnahagslögreglunni ( ØKOKRIM) segir að Hawala-kerfið eigi sér einnig dökkar hliðar.

„Það er hætta á því að slík þjónusta sé misnotuð til að hvítþvo illa fengið fé glæpamanna eða til að stinga undan skatti eða komast hjá greiðslu opinberra gjalda. Styrjaldarástand ríkir í mörgum af þeim ríkjum sem féð er sent til og því er ekki útilokað að það sé notað til að fjármagna hryðjuverk.“

Somalis5 UN TobinNefnd Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem glímir við hryðjuverkastarfsemi  hefur einnig lýst áhyggjum sínum af því að óformlegar peningasendingar sé notaðar til að fjármagna aðgerðir sem stefni mannslífum í voða. Hertar öryggisreglur hafa orðið til þess að hawala-kerfið hefur lagst víða af. Musse telur þó ekk að boð og bönn leysi vandann. Hann leggur áherslu á ráðlegra sé að leiðbeina hlutaðeigandi þannig að Fjármálaeftirlitið geti gegnt hlutverki sínu þegar hawala er annars vegar.

„Þetta er auðvitað ekki óskastaða. Ég held að raunar hawala eigi eftir að leggjast af þegar stöðugleiki kemst á í Sómalíu.“

Myndir: SÞ-myndir/Stuart Price. 

 

Samskiptamiðlar

facebook32x32 Dblue  twitter32x32 Dblue  YouTube32x32 Dblue
vimeo32x32 Dblue  Issuu dark blue 32  RSS Feed