Föstudagur, 20 apríl 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Norðurlönd gefa spillingu rauða spjaldið

 Anti corruption

Gagnrýni á þróunaraðstoð felst ekki síst í því að vara við spillingu og er það ekki að ástæðulausu.


Transparency International eru helstu alþjóðlegu almannasamtök sem berjast gegn spillingu og þá ekki síst mútuþægni. Þau benda á að mikilvægast sé að ráðast að spillingu þegar mannúðaraðstoð er veitt. Þegar ríki glíma við stríðsátök eða náttúruhamfarir er erfiðara en ella að rekja slóð peninga því nauðsyn krefur að notaðar séu óhefðbundnar aðferðir við greiðslur. Á sama tíma kemur þetta niður á þeim sem síst skyldi því það bitnar á þeim sem standa höllustum fæti og það getur skipt sköpum um líf eða dauða hvort allt fé kemst til skila. 

Spilling snýst ekki aðeins um að krónur og aurar lendi í röngum vösum, heldur einnig um skort á heiðarlegum og virkum félagslegum geira í löndum sem eiga í erfiðleikum. Það er því miðlægt að berjast gegn spillingu í þróunarpólitík og í  viðleitni til að uppræta fátækt og ójöfnuð.Dæmi um spillingu eru fá þegar um norræna þróunarastoð er að ræða, en þau eru þó til. Af þeim sökum hafa mörg Norðurlandanna hannað ferli til þess að bæði skattgreiðendur og þiggjendur aðstoðar geti kært spillingu.

SIDA, sænska þróunarstofnunin skilgreinir spillingu sem misnotkun trúnaðar og valds eða að menn færi sér í nyt aðstöðu til að maka krókinn. Spillingin getur því falið í sér mútuþægni, mútugreiðslur, fjárkúgun og frændhygli. Á heimasíðu SIDA er hvatt til þess að láta vita bæði á sænsku og ensku undir mynd af flautu sem kallast á við enska orðið ”whistleblower” eða uppljóstrara.

Danida, danska þróunarstofnunin, hefur frá því 2005 haft beinan farveg til að tilkynna grunsemdir um spilling, þar á meðal vefsíðuna “Látið Danida vita”.  Þar geta jafnt danskir skattgreiðendur sem þiggjendur nálgast upplýsingar um verkefni Danida og látið vita að spilling eða misnotkun fjár. Nálgast má tengla á enskri vefsíðu Danida og á forsíðum vefja sendiskrifstofa í öllum ríkja sem njóta stuðnings Dana.
Anders Korsby, serstakur ráðgjafi Danida í baráttunni gegn spilling segir í viðtali við Fréttabréfið að 90 mál hafi komið til kasta þeirra frá því átakið hófst. Korsby viðurkennir að þetta séu ekki mörg mál en bendir á að við mörg mál sé fengist á staðnum.

“Af þessum níutíu kærum eru langflestar frá fólki utan landamæra Danmerkur og vitaskuld eru flestir búsettir í þeim löndum sem um ræðir”, segir Korsby og heldur áfram. ”Kærur krefjast nákvæmrar staðbundinnar þekkingar og því er ekki að undra að flestar kærur koma frá fólki sem tekur á einn eða annan þátt í verkefnum okkar.”

‘Láttu Danida vita’ snýst ekki aðeins um að segja frá spillingu, heldur er einnig vettvangur fyrir venjulega borgara til að taka þátt í almannakynningu, fá upplýsingar um verkefni og sjá skjöl frá Danida. “Stefna utanríkisráðuneytisins er að efla gagnsæi og því munum við beita okkur fyrir fleiri aðgerðum af þessu tagi í framtíðinni,” segir Anders Korsby.

Finnska utanríkisráðuneytið hefur beitt sér fyrir því að þróunaraðstoð sé gagnsæ. Frá árinu 2006 er hægt að nálgast allar ákvarðanir um þróunaraðstoð á vefsíðu ráðuneytisins. Framvegis verða allar ákvarðanir birtar samstundis. Ráðuneytið mun frá og með næsta vori koma upp “rauðum takka” til að auðvelda kærur.

Pekka Haavisto, þróunarráðherra segir að gagnsæi gagnist bæði stuðningsmönnum og gagnrýnendum þróunaraðstoðar. Með auknu gagnsæi og ábyrgð sé tryggt að skattfé sé notað með eins skilvirkum hætti og unnt er.

“Fólk vill fá meiri upplýsingar um þróunarmálefni. Það eru margar réttmætar spurningar sem vakna. Kemst aðstoðin til skila? Eru núverandi úrræði hin skilvirkustu?” segir Haavisto. 

Í Noregi er hvatt til þess að láta vita um spillingarmál og er hægt að gera það án þess að láta nafns getið. Utanríkisráðuneytið og norska þróunarstofnunin NORAD styðja einnig  Bistandstorget sem hefur að markmiði að stuðla að bættri þróunaraðstoð.
Þar hefur verið sett á laggirnar tuttugu manna þverfaglegt teymi frá almannasamtökum til að sporna við spillingu. Bistandstorget hefur sömu markmið og norsk stjórnvöld en hefur gagnrýnt aðgerðir hennar gegn spillingu og telur að gagnsæi skorti, meðferð grunaðra sé ábótavant svo og forvarnarstarf.

Mynd: Flickr/CC BY-NC-SA 2.0/wka

 

 

Samskiptamiðlar

facebook32x32 Dblue  twitter32x32 Dblue  YouTube32x32 Dblue
vimeo32x32 Dblue  Issuu dark blue 32  RSS Feed