Sunnudagur, 18 febrúar 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Flúgandi kýr á fyrsta farrými og norræn samstaða

Sveinsson

Leiðtogar Norðurlandar voru einhuga í því að tala máli þróunarsamvinnu, umhverfissjónarmiða og jafnréttis kynjanna í ræðum sínum við upphaf 68. Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

 

Ef það var fyrirsjáanlegt, sýndi Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar að Norðurlandabúar geta líka komið á óvart, þegar hann greip til óvenjulegra likinga um leið og hann varaði þróunjarríkjum við því að grípa til verndarstefnu til að hlúa að þróun.

“Leyfið mér að nota sláandi dæmi,” sagði hann. “Að sögn Heimsviðskiptastofnunarinnar borga neytendur í ríki í auðugum löndum 350 Bandaríkjadali á hverju ári í styrki til landbúnaðar sem nægir til að fljúga öllum mjólkurkúm þeirra í kringum hnöttinn á fyrsta farrými!”.

Norrænu talsmennirnir – allt karlmenn – gripu ekki allir til svo hugmyndaríkra dæma í ræðum sínum. Þeir lögðu áherslu á mikilvægi sjálfbærrar þróunar og jafnréttis í nýjum þróunaráætlunum sem taka við eftir 2015.

Reinfeldt, benti sjálfur á að á hverju ári væri einn milljarður kvenna beittur kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi og meir en 800 milljónir týndu lífi í tengslum við barnsburð eða fæðingu.

“Við erum sannfærð um að með því að tryggja jafnrétti kynjanna, aukist framleiðsla ríkja, efnahagur batni og stoðum sé skotið undir rétarríkið,” sagði hann .

Ib Petersen, fastafulltrúi Dana hjá Sameinuðu þjóðunum minnti Allsherjarþingið á að Danmörk – rétt eins og Noregur og Svíþjóð – væru í hópi aðeins fimm ríkja sem hefðu náð takmarki Sameinuðu þjóðanna um að verja 0.7% af þjóðartekjum til opinberrar þróunarsamvinnu.  “Danmörk er staðráðin í að axla sinn hlut sameiginlegrar ábyrgðar okkar. Árið 2013 rann 0.83% þjóðartekna til opinberrar þróunaraðstoðar og við höfum greitt meir en 0.7% síðan 1978”, sagði Petersen sendiherra.

Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs sagði í sinni ræðu að í augum Norðurlandabúa væru loftslagsbreytingar ekki deilur um keisarans skegg, heldur grár hversdagsleiki. “Þar sem ég bý er hlýnun jarðar daglegur veruleiki. Íshjúpur heimskautsins er að bráðna og við erum minnt á sameiginlega ábyrgð okkar á að bjarga loftslagi jarðarinnar. Í dag er Norður-íshafið að opnast fyrir mannlegri starfsemi á þann hátt sem hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum.”

Finnski utanríkisráðherrann Erkki Tuomioja var ómyrkur í máli. “Andspænis loftslagsbreytingum og minnkandi líffræðilegum fjölbreytileika höfum við í besta falli nokkra áratugi til að tryggja vistfræðlegai- félagslega og efnahagslega sjálfbærni,” sagði hann.

Talsverð umræða hefur orðið um stöðu Norðurlandanna innan Sameinuðu þjóðanna upp á síðkastið, ekki síst vegna ósigra í kosningum um lykilstöður innan samtakanna.

Málið var rætt á málþinginu: Eru norræn gildi í hættu innan Sameinuðu þjóðanna? í Hanaholmen menningarmiðstöðinni í Finnlandi.

“Þessir ósigrar Norðurlandanna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa orðið til þess að við spyrjum okkur sjálf þeirrar spurningar, hvort heimurinn í kringum okkur hafi breyst og hvernig við getum lagað okkur að nýjum aðstæðum,” sagði finnski utanríkisráðherrann í opnunarræðu sinni.

“Lykilþátttakendum hefur fjölgað eftir því sem ríkjunum í suðri hefur vaxið ásmeginn..Það er augljóst að samkeppni innan Sameinuðu þjóðanna hefur stóraukist,” sagði Tuomioja.

I sameiginlegri grein formanna Félaga Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum, nýverið, var hvatt til þess að haldið yrði áfram samvinnu landanna fimm á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í stað þess að fórna henni á altari evrópskrar samvinnu.

“Samvinna innan Sameinuðu þjóðanna sýnir að Norðurlöndin eru reiðubuin til að taka á sig ábyrgð innan SÞ og aðgerðum þeirra. Þetta er sérstaklega þýðingarmikið vegna þess að Noregur og Ísland eiga ekki aðild að Evrópusambandinu,” segja félögin.

Á Allsherjarþinginu töluðu Norðurlöndin ekki aðeins máli umbóta á starfi Sameinuðu þjóðanna, heldur lögðu einnig áherslu á mikilvægi þeirra sem afls á heimsvísu.

“Sameinuðu þjóðirnar skipta sköpum á hverjum einasta degi í lífi óteljandi einstaklinga um allan heim með því að hjálpa flóttamönnum,veita mannúðaraðstoð og bjarga lífi barna,” sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra í ræðu sinni.

 

 

Samskiptamiðlar

facebook32x32 Dblue  twitter32x32 Dblue  YouTube32x32 Dblue
vimeo32x32 Dblue  Issuu dark blue 32  RSS Feed