Sunnudagur, 18 febrúar 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Höfum ekki efni á að henda mat

 LAST WISH Fries Marta Zarina-Gelze2

 Herferðin Think.Eat.Save gegn sóun matvæla er samstarfsverkefni UNEP, FAO og Kaupstefnunnar í Düsseldorf og miðar að því að styðja frumkvæði framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna: Zero Hunger Challenge.

Matvælum er sóað á öllum stigum fóðurkeðjunnar. Þar eiga sök bændur og matvælaiðnaðurinn, heildsalar, smásalar og neytendur og orsakirnar eru margs konar. 

Ein sú helsta á heimilum er skortur á gerð innkaupaáætlana. Margir rugla saman «best fyrir» og «síðasta söludag» og þora ekki eða vilja ekki nota afganga í matargerð.

Bændur og matvælaframleiðendur hafa tilhneigingu til að framleiða of mikið og vörur eða umbúiðr eyðileggjast á leiðinni frá býli að borði. Að auki er geymsluaðstaða og innpökkun víða ábótavant í heiminum með þeim afleiðingum að matur fer til spillis.

Með tiltölulega lítilli fyrirhöfn og smávægilegum breytingum á venjum okkar, gertum við minnkað sóun matvæla. Með því að nota afganga og skipuleggja fram í tímann, getur maður stuðlað að vernd umhverfisins og sparað peninga.

Einnig má hafa í huga að kaupa «skrítna» ávexti og grænmeti. Oft er slíku hent vegna útlitsins þótt innihaldið sé prýðilegt. Þetta er ein af ábendingunum á heimasíðu Think.Eat.Save herferðarinnar.
Öllum ber að leggja þessum málstað lið og til þess að svo megi verða, þarf að vekja fólk til vitundar um sóun matvæla og afleiðingar hennar. Í þessu skyni fitjaði UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Brussel ásamt Norrænu ráðherranefndinni upp á keppni um bestu auglýsinguna til að vekja athygli á þessum málstað og höfðu Norðurlandabúar, íbúar Eystrasaltsíkjanna og nágrannahéraða í Rússlandi þátttökurétt.

Sigurvegarinn var krýndur í Kaupmannahöfn 4. október og var það Marta Zarina-Gelze 26 ára gömul lettnesk kona, nútskrifaður grafískur hönnuður sem fór með sigur af hólmi.
Zarina-Gelze segir að það hafi verið hennar eigin slæmu venjur sem hafi gefið henni innblástur. «Stundum kaupi ég allt of mikið út í búð, miklu meira en ég þarf, ekki síst af því margar vörur hafa lítið geymlsuþol», segir hún.
Hana rak í rogastans þegar hún las sér til og komst að því að um 30% allra matvæla fer í súginn. «Ég áttaði mig á því að ég var ekki sú eina með slæmar venjur og hver og einn gæti breytt ástandinu með sínum eigin gerðum.» ”

Sigur-auglýsing Zarina-Gelze var frönsk kartafla í líkkistu og textanum «Hinsta óskin var að vera etin». Hún segir að hugmyndin hafi þróast út frá tilgangi matvæla : að menn leggi sér þau til munns. «Þannig að þetta er síðasta ósk matarins áður en honum er kastað í ruslafötuna», segir hún.
Aðspurð um hvort auglýsing hennar geti komið að notum, segir hún frá sinni persónulegu reynslu. «Ég vona að auglýsingar mínar hafi áhrif á fólk og vekji það til vitundar um afleiðingarnar í hvert skipti sem einhverju er fleygt. Þetta hefur virkað á sjálfa mig. Nú á ég erfiðara með að henda hálfri gulrót eða köldum frönskum. Ég er farin að nota afganga meira og ég vona að ég verði ekki sú eina.
Úrval fimmtán bestu auglýsinganna úr keppninni verða til sýnis í ýmsum löndum, til dæmis á Grand Place í Brussel í tilefni af degi Sameinuðu þjóðanna nú í október.


Sjá nánar hér. 

 

Samskiptamiðlar

facebook32x32 Dblue  twitter32x32 Dblue  YouTube32x32 Dblue
vimeo32x32 Dblue  Issuu dark blue 32  RSS Feed