Sunnudagur, 18 mars 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Græðum á daginn – björgum heiminum á kvöldin!

thinkeatsave

Talið er að þrjátíu prósent allra matvæla í heimilinum fari forgörðum án þess að þeirra sé neytt á sama tíma og nærri 900 milljónir jarðarbúa líða hungur. Sameinuðu þjóðirnar beina kastljósinu að sóun matvæla í dag, á Alþjóða umhverfisdaginn. "Ég held að fáír geri sér grein fyrir því að í þróuðum ríkjum fer jafn miklu af neysluhæfum mat hent og myndi nægja til að brauðfæða alla jarðarbúa - þar á meðal þær tæpu 900 milljónir sem svelta heilu hungri," segir Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum.

Sameinuðu þjóðirnar og Norræna ráðherranefndin hleypa í dag af stokkunum samkeppni um bestu auglýsinguna til að vekja fólk til vitundar um gegndarlausa sóun matvæla. "Það er til lítils að tala um þetta í þröngum hópi ef ekki tekst að vekja almenning til vitundar um að það er hægt að græða á daginn og bjarga heiminum á kvöldin. Á sama tíma og flestir vildu gjarnan lækka matarreikninginn hjá sér, er það sorgleg staðreynd að aukin spurn eftir matvælum samfara aukinni velmegun, hefur orðið til þess að matarverð hefur farið upp úr öllu valdi og hinir fátækustu hafa ekki efni á mat."

Fyrstu verðlaunin í auglýsingasamkeppninni em kennd eru við Norrænu ráðherranefndina nema 5,000 evrum. Auglýsingakeppnin er opin Norðurlandabúum, íbúum Eystrasaltsríkjanna og íbúum þeirra héraða Rússlands sem að þeim liggja.

Þetta er í fjórða skipti sem UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Brussel leitar til skapandi fólks, fagfólks jafnt sem ófaglærðra um að leggja lóð sín á vogarskálarnar og vekja athygli á alþjóðlegum vandamálum. Stefán Einarsson, grafískur hönnuður hjá Hvíta húsinu vann fyrstu keppnina með glæsibrag og situr nú í dómnefnd. Mikil þátttaka hefur verið í þessum keppnum en nú er keppnin einungis opin fyrir íbúa Norðurlanda, Eystrasaltsríkjanna og nágrannahéraða þeirra í Rússlandi og sigurlíkur hvers þátttakenda því meiri!

"Við höfum mjög góða reynslu af þessum auglýsingum. Sigurauglýsing Stefáns úr fyrstu keppnini hefur til dæmis farið mjög víða. Það er nauðsynlegt að grípa til frumlegra aðferða til að ná athygli almennings. Það er ekki gefið að fólk geri sér til dæmis grein fyrir því að það sem sett er í innkaupakörfuna hefur á áhrif á loftslagið. Matvælaframleiðsa og flutningar eru nefnilega á meðal helstu uppspretta losunar lofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Það er mikilvægt að koma þessum skilaboðum til neytenda, því þeir hafa aflið til að breyta þessu."

Keppnin er hýst á vefsíðunni www.thinkeatsave.org/nordiccompetition

Nánari upplýsingar gefur Árni Snævarr (UNRIC), 00-32-497 458 088 / snaevarr(at)unric.org

Samskiptamiðlar

facebook32x32 Dblue  twitter32x32 Dblue  YouTube32x32 Dblue
vimeo32x32 Dblue  Issuu dark blue 32  RSS Feed