Sunnudagur, 25 febrúar 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Hljóður harmleikur í Mið-Afríku

car

Í Mið-Afríkulýðveldinu má segja að nú fari fram hljóðlátur harmleikur sem á sér stað fjarri kastljósi fjölmiðla.

Valerie Amos, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sem fer með mannúðarmál, orðaði það á þennan hátt í viðtali við fréttabréfið í Brussel nýverið: “Hættuástandið í Mið-Afríkulýðveldinu er því miður ekki efst í forgangslistanum hjá neinum.”
 Aðstoð við íbúana er alltof lítil. Íbúarnir hríðfalla af völdum sjúkdóma sem auðvelt er að koma í veg fyrir. Fáar hjálparstofnanir starfa í landinu og þær fá litlu áorkað án utanaðkomandi aðstoðar. Læknar án landamæra hafa starfað í Mið-Afríkulýðveldinu frá 1996 og styrkja 9 sjúkrahús og 36 heilsugæslustöðvar í 5 af 17 héruðum landsins; aðallega í landamærahéruðum þar sem óstöðugleiki ríkir og almennt er erfitt að fá læknisþjónustu. Framlag þitt skiptir máli og þið getið látið fé af hendi rakna, til dæmis til norsku deildar samtakanna: http://www.leger-uten-grenser.no/Stoett-oss

 

Samskiptamiðlar

facebook32x32 Dblue  twitter32x32 Dblue  YouTube32x32 Dblue
vimeo32x32 Dblue  Issuu dark blue 32  RSS Feed