Miðvikudagur, 16 október 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Sendimenn komnir til Súdans í þeirri von að hleypa nýju lífi í friðarferlið í Darfur

12. febrúar  2007 Sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og starfsbróðir hans frá Afríkusambandinu eru komnir til
Khartoum
, höfuðborgar Súdans í fimm daga heimsókn. Ætlun þeirra er að hleypa nýju lífi í friðarferlið í hinu stríðshrjáða
Darfur
héraði

 Jan Eliasson og Salim Ahmed Salim erindreki Afríkusambandsins munu eiga fundi jafnt með þeim sem undirrituðu og þeim sem ekki undirrituðu friðarsamkomulagið í
Darfur
á síðasta ári. Fyrst verður fundað í Khartoum en síðan í
Darfur
. Eliasson and Dr. Salim munu í viðræðunum leggja áherslu á að finna lausn á pólitískum deilum og mannúðarvanda sem herja á
Darfur
þar sem 200 þúsund manns hafa látist og 2 milljónir hrökklast frá heimilum sínum frá árinu 2003. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í síðasta mánuði að
Darfur
væri “alvarlegasti mannúðarvandi veraldar”.
Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21535&Cr=sudan&Cr1=

 


Guterres útskýrir tilgang

loftslagsaðgerðafundarins