Miðvikudagur, 16 október 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Ban Ki-moon skipar nýja embættismenn og endurræður aðra

9. febrúar  2007 Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skipaði í dag fjóra nýja háttsetta embættismenn og endurréði tylft annara.

 

“Framkvæmdastjórinn tók tillit til margra þátta” sagði skrifstofustjóri hans Vijay Nambiar þegar hann skýrði frá mannaráðningunum. ”Meðal annars hafði hann í huga að endurnýjun þyrfti að fylgja stöðugleika, áframhaldandi viðræður um kerfisbreytingar og að auka hreyfanleika á öllum stigum." B. Lynn Pascoe, núverandi sendiherra Bandaríkjanna í Indónesíu var skipaður aðstoðar-framkvæmdastjóri á stjórnmálasviði og tekur hann við af Nígeríumanninum Ibrahim Gambari.Hann hefur áður starfað sem vara-aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna með málefni Evrópu- og Evró-Asíu á sinni könnu auk þess sem hann var sérstakur sendimaður Bandaríkjanna í deilunni um Nagorno-Karabahk. Sha Zukang, núverandi fastafulltrúi Kína hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna í Genf, var skipaður aðstoðar-framkvæmdastjóri á efnahags- og félagsmálasviði og leysir José Antonio Ocampo frá Kólombíu af hólmi. Sha, hefur mikla reynslu af afvopnunarmálum auk efnahags- og félagsmála. Kiyotaka Akasaka frá Japan núverandi vara-framkvæmdastjóri OECD verður aðstoðar-framkvæmdastjóri á sviði samskipta og  upplýsinga og tekur við starfinu af Shashi Tharoor frá Indlandi. Hann hefur mikla reynslu af störfum hjá milliríkjasamtökum. Muhammad Shaaban frá Egyptalandi sem nú hefur með höndum samræmingu á umbótastarfi í Miðausturlöndum var skipaður aðstoðarframkvæmdastjóri með málefni Allsherjarþingsins og ráðstefnuhald á sinni könnu. Hann tekur við af Jian Chen frá Kína. Á meðal aðstoðarframkvæmdastjóra úr starfsliði Kofi Annans sem halda áfram störfum eru  Jean-Marie Guéhenno (friðargæsla) Nicolas Michel (lagaleg málefni) David Veness (öryggi)og Inga-Britt Ahlenius (innri endurskoðun).  


Nánari upplýsingar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21519&Cr=Ki-moon&Cr1=restructure

 

 

 


Guterres útskýrir tilgang

loftslagsaðgerðafundarins