Þriðjudagur, 15 október 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Öryggisráðið setur á stofn pólitíska sendisveit til að koma á friði í Nepal

23. janúar 2007 Öryggisráðið stofnaði pólítiska sendisveit til þess að hafa umsjón með friðarferlinu í í kjölfar sögulegs samkomulags sem náðist í nóvember síðastliðnum á milli Maóista og ríkisstjórnar landsins. Með því var bundinn endi á tíu ára blóðugt borgarastríð sem kostaði 15 þúsund mannslíf auk þess sem hundrað þúsund flosnuðu upp frá heimilum sínum.  

 Öryggisráðið tók undir þá ósk framkvæmdastjóra samtakanna að þetta verkefni yrði “hnitmiðað og til takmarkaðs tíma.”  Í ályktuninni er kveðið á um höfðuverkefni sveitarinnar sem mun hafa umsjón með vopnum og vopnuðum sveitum jafnt ríkisstjórnarinnar og Kommúnistaflokks Nepals (Maóista) í samræmi við ákvæði  friðarsamkomulagsins og jafnframt leggja hönd á plóginn við skipulagingu kosninga.   Hluti af starfi UNMIN verður að “veitar tæknilega aðstoð við að skipuleggja, undirbúa og halda frjálsar og heiðarlegar kosningar til Stjórnlagaþings í samvinnu við deilendur” og “útvega fámenn sveita kosningaeftirlitsmanna til að fara yfir allar tæknilegar hliðar kosninganna og semja skýrslur um framkvæmd þeirra”.  Ítarlegri upplýsingar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21316&Cr=nepal&Cr1=

 


Guterres útskýrir tilgang

loftslagsaðgerðafundarins