Þriðjudagur, 17 september 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Samkynhneigð bönnuð í 72 ríkjum

lgbti

17.maí 2019. “Alir fæðast frjálsir og jafnir, en því miður eru enn lög í gildi í mörgum ríkjum í heiminum sem mismuna lesbíum, hommum, tvíkynhneigðum, transfólki og tvíkynja (LGBTI),” skrifar Achim Steiner, forstjóri UNDP, Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna í grein á vef stofnunarinnar.

“Í sumum ríkjum er farið að beita slíkum lögum á ný eftir langt hlé.Þess vegna hefur Alþjóðlegi dagurinn gegn hatri á sam- og tvíkynneigð og transfólki hlutverki að gegna við að auka vitund um mannréttindi LGBTI fólks.

En dagurinn er líka tilefni til að fagna fjölbreytileika.

Á þessum alþjóðlega degi, 17.maí, er kastljósinu beint að réttlæti og vernd fyrir alla, sem eru einnig miðlæg atriði í viðleitni til að ná Heimsmarkmiðunum um Sjálfbæra þróun.

LGBTI 2Undanfarna áratugi hafa orðið miklar framfarir í því að tryggja LGBTI fólk réttlæti og vernd í heiminum. Á síðasta ári úrskurðaði þannig hæstiréttur Indlands að hvers kyns kynlíf á milli fullorðinna með samþykki beggja, væri löglegt. Í reynd urðu lög gegn samkynhneigð þar með að engu.

Angóla felldi úr gildi lagasetningu gegn samkynhneigð og bannaði mismunum sem byggir á kynhneigð. Pakistan samþykkti lög til verndar transfólki. Ekki veitir af góðum fréttum í ljósi eftirfarandi staðreynda:

• 72 ríki banna kynferðissamband á milli samþykkra fullorðina af sama kyni.
• Aðeins 63 ríki veita transfólki einhvers konar vernd gegn mismunun.
• Aðeins tvö ríki banna ónauðsynlegar skurðaðgerðir á tvíkynja börnum.

 Mörg ríki takmarka tjáningarfrelsi þegar umræða um kyn- og kynferðislega fjölbreytni er að ræða. Þess vegna eru umbætur í lögum og stefnumótum nauðsynlegri en nokkru sinni fyrr til að tryggja réttlæti og vernd LGBTI fólks.
UNDP Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna er aðili að Sameiginlegri yfirlýsingu um að binda enda á ofbeldi og mismunun gegn LGBTI fólki. UNDP styður ríki í viðleitni þeirra til að efla þróun sem nær til allra, þar á meðal aðgerðir til að binda enda á útilokun, mismunun og ofbeldi gegn þessum hópi.

UNDP styður 53 ríki í heiminum í viðleitni til að efla réttindi og þátttöku LGBTI fólks með náinni samvinnu við ríkisstjórnir og samtök innan borgaralegs samfélags, auk samstarfsaðila innan fræðasamfélagsins og einkageirans. Kjanri starfs UNDP á þessu sviði er að víkka sjóndeildarhring fólks og finna raunhæfar lausnir.

Með því að láta rödd okkar heyrast gegn hatri á sam- og tvíkynhneigð og tvíkynja fólki, ítrekum við skuldbindingar okkar til að virða mannlega reisn og berjast fyrir mannréttindum. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja réttlæti og vernd allra til þess að tryggja að enginn sé skilinn eftir.”

Alþjóðlegur dagur mannúðar

19.ágúst 2019