Mánudagur, 23 september 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Varað við eins metra hækkun yfirborðs sjávar

 Tuvalu
15.maí 2019. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði við því yfirborð sjávar muni “hækka um einn metra fyrir árið 2100,” í heimsókn til Fiji.

Hann minnti á að síðastliðin fjögur ár hefðu verið heitustu ár sögunnar og að mikil bráðnun hefði orðið í Grænlandsjökli og á Suðurheimskautinu.

Guterres hefur heimsótt eyríki í Kyrrahafi undanfarna daga. “Kyrrahafssvæðið er víglína loftslagsbreytinga,” sagði Guterrers. Hann sagiðst vilja kynna sér af eigin raun ástandið á Kyrrahafi og aðgerðir heimamanna til að sporna við afleiðingum loftslagsbreytinga. Hann benti á að yfirborð sjávar myndi sums staðar hækka fjórum sinnum meira en að meðaltali í heiminum og “tilvist sumra eyríkja væri stefnt í hættu.”

Guterres FijiGuterres minnti sérstaklega á skaðvænlegar afleiðingar fellibyljanna Josie og Keni. “Loftslagsbreytingar munu margfalda þær hættur sem við er að glíma,” sagði Guterrers og benti á að aukið saltmagn í ferskvatni græfi undan fæðuöryggi og hefði slæm áhrif á lýðheilsu.

Ekki nóg með þetta heldur þá eru loftslagsbreytingar ógn við frið og öryggi í heiminum. “Hernaðarsérfræðingar sjá fyrir að loftslagsbreytingar auki á spennu vegna yfirráða yfir náttúruauðlindum og fólksflutninga í stórum stíl;” sagði Guterres. “Eftir þvi´sem gengur á strandhéruð og þau verað óbyggileg, fólk mun leita skjóls og lífsviðurværis annars staðar.”

Mynd: Kyrrahafseyjan Tuvalu er í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. UNDP Tuvalu/Aurélia Rusek.
Guterres við komuna til Suva á Fiji. UN Photo/Mark Garten

Alþjóðlegur dagur mannúðar

19.ágúst 2019