Mánudagur, 23 september 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Noregur styrkir Palestínumenn ríflega

NOregur

6.maí 2019. Norska stjórnin hefur tilkynnt um verulegan nýjan fjárstuðning við Palestínuhjálp Sameinuðu þjóðanna.

Fjárstyrknum 11.5 milljónum Bandaríkjadala verður varið til að að hjálpa palestínskum flóttamönnum sem hafa orðið hart úti í átökum í Sýrlandi.

Noregur hefur um langt skeið verið einn öflugasti bakhjarl Palestínuflóttamannahjálparinnar (UNRWA). Noregur er ellefti rausnarlegasta stuðningsríki UNRWA og fjórða hæsta þegar aðeins er tekið tillit til neyðaraðstoðar. Alls nam stuðningur Noregs við UNRWA 36.2 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári og stuðningurinn í ár nemur nú 26.2 milljónum dala.

“Við höfum alltaf vitað að við gætum reitt okkur á að Noregur myndi styðja reisn og réttindi palestínskra flóttamana,” sagði Pierre Krähenbühl. forstjóri UNRWA. “Stuðningur á borð við þennan er vonarglæta fyrir flóttamenn, sem margir hverjir standa mjög höllum fæti.”

Sjá nánar hér.

Mynd: Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs og Pierre Krähenbüh, forstjóri UNRWA.  © 2019 UNRWA/Giorgia Alvino.

Alþjóðlegur dagur mannúðar

19.ágúst 2019