Þriðjudagur, 17 september 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Plast ógnar farfuglum um allan heim

MigratoryBirds
9.maí 2019. Farfuglum stafar verulega hætta af plastmengun, ekki síst þeim sem teljast til sjófugla.

 Forsvarsmenn tveggja sáttmála Sameinuðu þjóðanna um vernd villtra dýra bættust í hóp náttúruverndarsinna um allan heim á Alþjóðlegum degi farfugla með því að skírskota til þeirrar hættu sem stafar að sjófuglum og öðrum farfuglum í áskorun um aðgerðir gegn plastmengun.

Alþjóðadagur farfugla er haldinn annan laugardag í maí, að þessu sinni 11.maí og annan laugardag í október.

Migratory2“Þriðjungur plastframleiðslu í heiminum er óendurvinnanlegur og að minnsta kosti átta milljónir tonna lenda án hindrunar í hafi og vötnum á hverju ári,” sagði Joyce Msuya, starfandi forstjóri UNEP, Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Fuglum stafar þrenns konar hætta af plasti. Sú sem er sýnilegust er þegar þeir festast í veiðarfærum og öðru plastrusli.

Miklu fleiri fuglar deyja þó vegna plasts sem þeir gleypa í misgripum fyrir æti. Þeir deyja þá úr hungri vegna þess að magar þeirra fyllast af ómeltanlegu plasti. Fulgar nota einnig plast til hreiðurgerðar, en það getur orðið ungunum að fjörtjóni.

Net og ýmis fiskveiðibúnaður verður mörgum fuglum að bana á hafi, í ám, vötnum og meira að segja á landi. Oft verður enginn var við þetta því sjófuglar flækjast í netadræsum á hafi úti langt frá landi.
“Fuglum sem flækjast í netum eða plastrusli bíður hægur, kvalafullur dauði,” segir Peter Ryan, forstjóri Fitzpatrick fuglarannsóknarstofnunarinnar í Suður-Afríku.

Af 265 fuglategundum sem flækst hafa í plastrusli svo vitað sé, eru að minnsta kosti 147 sjófuglar – 36% allra slíkra tegunda. Plast hefur fundist í maga 40% sjófugla.

Sjá nánar hér.

Alþjóðlegur dagur mannúðar

19.ágúst 2019