Þriðjudagur, 17 september 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Alþjóðlegt átak gegn plastmengun

plastic pollution seas oceans UN

11.maí 2019. Fulltrúar 180 ríkja tóku í dag þýðingarmiklar ákvarðanir á fundi í Genf sem miða að því að draga úr plastúrgangi.

Svokölluðum Basel-sáttmála um losun eiturefna var breytt í því skyni að hann tæki til plasts. Settar voru reglur um alþjóðleg viðskipti með plastúrgangi í því skyni að setja þeim skýran ramma og gera þá gagnsærri.

Á sama tíma var komið á fót samstarfi um plastúrgang til að fylkja atvinnulífi ríkisstjórnum, fræðasamfélagi og borgaralegu samfélagi að baki þessu tímamóta samkomulagi.

Plastmengun er talin ein helsta umhverfisvá heimsins, en búast má við að 100 milljónir tonna af plasti hafi verið losaðar í hafið, aðallega frá landi.

Sjá nánar hér.

Alþjóðlegur dagur mannúðar

19.ágúst 2019