Þriðjudagur, 17 september 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Hungur vofir yfir Gasa

 Palestine news article 91171 37396 1557730764

15.maí 2019. Palestínu-flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna varar við því að hungur vofi yfir meir en einni milljón íbúa Gasasvæðisins ef ekki tekst að afla aukins fjár fyrir miðjan næsta mánuð.

Ástæðan er niðurskurður á fjárframlögum Bandaríkjanna. UNRWA, Palestínu-flóttamannahjálparinnar sér meir en einni milljón Gasabúa fyrir nauðþurftum og vantar nú $60 milljónir dala til að geta haldið því áfram eftir miðjan júní.

“Neyðarástand blasir við í matargjöfum okkar,” sagði Matthias Schmale, forstöðumaður UNRWA á Gasasvæðinu. “Meir en ein milljón manna reiðir sig á reglubundnar matargjafir og margt af þessu fólki mun tæpast lifa af án þeirrra.”

Schmale lét þessi orð falla við fréttamenn í Brussel þar sem hann biðlaði til forsvarsmanna Evrópusambandsins, en UNRWA hefur einnig leitað til ríkja við Persaflóa, Kína og Rússlands.

UNRWA var upphaflega sett á stofn 1949 til þess að sinna Palestínumönnum sem hrökklast höfðu frá heimilum sínum við stofnun Ísraelsríkis. Stofnunin rekur skóla, heilsugæslu og félagslega þjónustu fyrir Palestínumenn á Vesturbakka Jórdanar, Líbanon og Sýrlandi, auk Gasa. Ástandið á síðastnefnda svæðinu er sérstaklega erfitt vegna þess að það hefur verið í herkví Ísraelsmanna síðan 2007.

Sjá nánar hér.

Alþjóðlegur dagur mannúðar

19.ágúst 2019