Þriðjudagur, 17 september 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Ein miljón tegunda í útrýmingarhættu

Turtle

8.maí 2019. Allt að ein milljón dýra- og plöntuteguna eru í útrýmingarhættu að þvi er fram kemur í einni umfangsmestu úttekt sem um getur.
Hnignun lífríkisins á sér ekkert fordæmi og tegundir deyja út með uggvekjandi hraða, að því er fram kemur í umfangsmikilli úttekt Milliríkjavettvangs sérfræðinga um fjölbreytni lífríkisins og vistkerfa (IPBES).

IPBES telur að allt að ein milljón tegunda sé í útrýmingarhættu og margar kunni að deyja út á næstu áratugum vegna mengunar og eyðileggingar viskerfisins. Talið er að 8 milljónir tegunda sé að finna í dýra og jurtaríkinu. Þetta er meira en nokkru sinni fyrr í sögunni.

Pollution Beijing Photo WMO Alfred Lee resizedÚttektin byggir á kerfisbundinni yfirferða á meir en 15 þúsund vísindalegum gögnum og skýrslum stjórnvalda um allan heim. Þetta er umfangsmesta úttekt sem um getur og í fyrsta skipti er vitneskja einnig sótt til frumbyggja og staðbundinna hópa.
„Yfirnæfandi stærstur hluti þeirra gagna sem liggja fyrir úr ólíkum áttum og úr mismunandi þekkingarbrunnum benda til ógnvekjandi þróunar,“ segir Sir Robert Watson, formaður IPBES.

„Þeim vistkerfum sem við og allar aðrar tegundir byggjum líf okkar á hnignar hraðar en nokkru sinni fyrr. Við erum að grafa undan stoðum hagkerfa okkar, lífsviðurværis, fæðuöryggis, heilsu og lífsgæðum okkar um allan heim.“

Þetta eru helstu atriði úttektarinnar í hnotskurn:

Plastic Pollution Photo Cyril Villemain resizedMengun
Fólksfjöldi í heiminum hefur tvöfaldast á fimmtíu árum. Við lifum lengur og neysla okkar hefur stóraukist. Við tökum 60 milljarða tonna hráefnis frá jörðinni á ári hverju. Þetta magn hefur tvöfaldast frá 1980.
Á sama tíma losum við 400 millljónir tonna af þungmálmum, eiturefnum og öðru sorpi út í ár og vötn. 76% alls lands, 40% úthafa og 50% allra áa “sýna merki um breytingar og eyðileggingar af völdum mannlegrar iðju.”

Ójöfnuður
Ójöfnuður á mill ríkja fer vaxandi. Hinir ríku neyta mun meira en hinir snauðu og fátæk ríki eiga við ramman reip að draga að halda í auðlindir sínar.
Íbúi auðugs ríkis notar að meðaltali fjórum sinnum meira af náttúruauðlindum en íbúi fátæks ríkis. 40% íbúa heimsins hafa ekki aðgang að öruggu neysluvatni. Á sama tíma neyta íbúar Evrópu og Norður-Ameríku miklu meira en þeim er hollt af kjöti, sykri og fitu.

Ójöfnuður fer vaxandi. Þjóðarframleiðsla á mann er fimmtíu sinnum hærri í auðgum ríkjum en fátækum.

Fiskveiðar og landbúnaður
Fiskveiðar í stórum stíl eru að eyðileggja höfin. 70 þúsund stór fiskiskip eru að veiðum á 55% allra hafsvæða. Svo nærri hefur verið gengið þremur af hverjum fjórum umtalsverðum fiskistofnum að þeir eru á mörkum þess að vera sjálfbærir.
Ástandið á landi er jafnvel enn verrra. Þriðjungur alls lands er notað til ræktunar og 75% alls ferskvatns er notað til matarframleiðslu. Ekki minna en fjórðungur losunar gróðurhúsalofttegunda kemur frá landbúnaði, aðallega dýrarækt.til kjötframleiðslu.
Landbúnaður hefur haft ruðning skóga í för með sér. 6% allra skóga í heiminum hafa horfið, þar af 290 milljónir hektara frá 1990. Notkun áburðar sem veldur skemmdum á gróðurmold hefur aukist fjórfalt í Asíu og tvöfalt í heiminum á aðeins 13 árum.

Verulegs umsnúnings er þörf
Framfarir hafa orðið í því að varðveita náttúruna og verið er að hinda stefnumörkun um sjálfbæra nýtingu náttúrunnar í framkvæmd. Núverandi áætlanir munu hins vegar ekki duga til snúa við blaðinu. Árangri í því að ná markmiðum um sjálfbærni fyrir og eftir 2030 verður ekki náð nema með efnahagslegri, félagslegri, pólitískri og tænkilegri ummyndun.

„Af skýrslunni má einnig ráða að það sé ekki of seint að breyta, en eingöngu ef við byrjum nú þegar jafnt heimafyrir sem á hnattrænum grundvelli,” Sir Robert Watson, formaður IPBES.„Með róttækri umbreytingu er enn hægt að vernda, endurreisa og nýta náttúruna á sjálfbæran hátt og það er líka lykill að því að ná flestum öðrum markmiðum á heimsvísu. En sú róttæka umbreyting sem við teljum þörf á, felur í sér grundvallar, kerfislægra endurskipulagningu tæknilegra, efnahagslegra og félagslegra þátta, þar á meðal viðmiða, markmiða og gilda.“

Sjá nánar: https://www.ipbes.net/

Alþjóðlegur dagur mannúðar

19.ágúst 2019