Þriðjudagur, 17 september 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Nefnd SÞ lýsir áhyggjum af máli Assagne

Geneva

3.maí 2019. Vinnuhópur Sameinuðu þjóðanna um gerræðislegar handtökur hefur lýst þungum áhyggjum sínum af dómi yfir Julian Assagne, forsprakka Wikileaks. Telur Vinnuhópurinn 50 vikna fangelsun hans sem kveðinn var up 1.maí vera í engu samræmi við verknaðinn.

Áður hafði sami vinnuhópur lýsti yfir að hann teldi að Assagne hefði sætt gerræðislegri handtöku af hálfu ríkisstjórna Svíþjóðar og Bretlands.

Í yfirlýsingu vinnuhópsins segir að það teljist minni háttar glæpur að stinga af frá tryggingu.Þá harmar hann að ríkisstjórn Bretlands hafi virt fyrri álit vinnuhópsins að vettugi og Assagne hafi áfram sætt gerræðislegri frelsissviptingu.
Enn harmar vinnuhópurinn að Assagne sé hafður í haldi í Belmarsh-fangelsinu þar sem einungis allra hættulegustu fangar eru vistaðir. Telur vinnuhópurinn þetta brjóta í bága við meginsjónarmið mannréttindalaga.

Vinnuhópurinn er hluti af sérstökum verkferlum (Special Procedures) Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Hér eru á ferðinni óháðir sérfræðingar sem starfa innan mannréttindakerfis Sameinuðu þjóðanna.
Sérfræðingarnir vinna sem sjálfboðaliðar, þeir eru ekki starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og fá ekki greitt fyrir vinnu sína. Þeir eru óháðir ríkisstjórnum og samtökum og starfa sem einstaklingar.

Sjá yfirlýsingu vinnuhópsins í heild hér.

Alþjóðlegur dagur mannúðar

19.ágúst 2019