Miðvikudagur, 16 október 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Andrúmsloft ótta grefur undan fjölmiðlafrelsi

Training to be journalists 10730417125

2. maí 2019 Lýðræði getur ekki þrifist án gagnsærra og áreiðanlegra upplýsinga segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis, 3.maí.

„Lýðræði stendur ekki undir nafni án aðgangs að gagnsæjum og áreiðanlegum upplýsingum. Það er hornsteinn sanngjarnra og óvilhallra stofnana sem draga valdhafa til ábyrgðar og segja valdamönnum sannleikann,” segir Guterres.

Tilgangurinn með þessum alþjóðlega degi fjölmiðlafrelsis er að minna ríkisstjórnir á nauðsyn þess að virða skuldbindingar um fjölmiðlafrelsi. Dagurinn er einnig ætlaður til umhugsunar innan stétta fjölmiðlafólks um málefni þessu tengd og siðferði blaðamennsku.

Ekki er síður mikilvægt að á þessum degi ber að styðja fjölmiðla sem verða fyrir barðinu á takmörkunum eða afnámi fjölmiðlafrelsis. Jafnframt er minnst blaðamanna sem hafa týnt lífi við skyldustörf.

Yfirlit Blaðamanna án landamæra um frelsi fjölmiðla (The 2019 World Press Freedom Index) er alvarleg áminning um hversu alvarlegt ástandið er í heiminum. Andúð á blaðamönnum hefur brotist út í ofbeldisverkum sem ýtir undir ótta. Fjöldi ríkja þar sem blaðamenn geta starfað óáreittir minnkar enn. Alræðisstjórnir herða sifellt tök á fjölmiðlum.

Af yfirlitinu má ráða að andrúmsloft ótta hefur verið skapað sem grefur undan góðri blaðamennsku. Stjórnmálaleiðtogar í mörgum ríkjum hafa lýst andúð sinni á blaðamönnum og hafa með því skapað ótta og hættu fyrir blaðamenn.

Norðurlönd hafa verið ofarlega á lista Blaðamanna án landamæra yfir þau ríki heims þar sem fjölmiðlafrelsi er mest. Noregur er efst árið 2019, þriðja árið í röð og Finnland þokast upp um tvö sæti og í annað sæti á kostnað Hollands. Svíar hafa þokast niður um eitt sæti vegna harðræðis á netinu, en þeir voru númer tvö.  Danmörk (5) réttir úr kútnum en hafði færst niður vegna morðsins á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Ísland er í fjórtánda sæti og lækkar um eitt sæti. Frá 2012 hefur Ísland lækkað vegna "versnandi samskipta stjórnmálamanna og blaðamanna."

Mörg alræðisríki hafa fallið niður listann. Þar á meðal er Venesúela en þar hafa blaðamenn sætt handtökum og harðræði af hálfu yfirvalda. Rússland lækkar líka en stjórnvaöld hafa handtekið blaðamenn, gert handahófskenndar húsleitir og sett lög til að þrýsta á óháða fjölmiðla og vefinn.

Túrkmenistan er neðst á listanum, en þar hafa mjög fáir aðgang að netinu í ritskoðaðri mynd. Norður-Kórea var áður í neðsta sæti.world press 2019

„Upplýsingar, umræður og skoðanaskipti efla öll ríki, allar þjóðir, segir Audrey Azoulay, forstjóri UNESCO, Mennta-,menningar-, og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. „Það er brýnt að tryggja skoðanafrelsi sem byggir á frjálsum skoðanaskiptum og upplýsingum sem byggja á staðreyndum. Sérstaklega nú þegar það fer í vöxt að grafa undan fjölmiðlum og blaðamönnum.“

Þema 26. Alþjóðadags fjölmiðlafrelsis er: Fjölmiðar í þágu lýðræðis: blaðamennska og kosningar á tímum upplýsingafölsunar.

Guterres útskýrir tilgang

loftslagsaðgerðafundarins