Þriðjudagur, 17 september 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Sameinuðu þjóðunum beitt af alefli gegn hatri

Guterres sri lanka

30.apríl 2019. Lið Sameinuðu þjóðana verður „virkjað að fullu" gegn hatursáróðri til að bregðast við aukningu á hatursglæpum og hatursáróðri að undanförnu.

António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í gær um tvenns konar „brýn úrræði.”

Adama Djeng, sérstakur ráðgjafi um þjóðarmorð, hefur verið falið að leiða starf sem miðar að því að semja sérstaka aðgerðaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem miðar að því að „virkja að fullu” kerfi þeirra til að berjast gegn hatursáróðri.

Þá hefur Miguel Moratinos, oddvita Bandalags siðmenninga (Alliance of Civilizations) verið falið að leiða aðgerðir til að vernda trúarsetur.

„Heiminum ber að grípa til aðgerða til að útrýma gyðinga- og múslimahatri, ofsóknum gegn kristnu fólki og hvers kyns kynþáttahatri, mismunun og hvatningu til ofbeldis,“ sagði Guterres. Hann sagði mikiið áhyggjuefni að hatursfullt ofbeldi og umburðarleysi færi í vöxt gegn trúuðu fólki ýmissa trúarbragða. Bregðast yrði við, áður en það væri of seint. Hann minntist sérstaklega á árásir á sínagógu í Kaliforníu og kirkju í Burkiina Faso, að ógleymdum hryðjuverkaárásunum á Sri Lanka.

„Árásir af þessu tagi eru orðnar allt of algengar,“ sagði Guterres. „Múslimar eru skotnir í moskum sínum, gyðingar drepnir í sínagógum og grafreitir þeirra svívirtir með hakakrossum og kristinir menn drepnir við bænir og kirkjur þeirra brenndar.“

Í stað þess að vera griðarstaðir væru guðshús nú skotmörk. „Fyrir utan morðin, þrífst ömurleg orðræða og útlendingahatur sem beinist ekki bara að trúarhópum minnilhutum og flóttamönnum...eitur sem beinist að öllum sem taldir eru vera „hinir.“

Mynd: António Guterres undirritar samúðarkveðju sína hjá fastanefnd Sri Lanka hjá Sameinuðu þjóðunum eftir hryðjverkaárásirnar í apríl gegn kirkjum og hótelum UN Photo/Eskinder Debebe

Alþjóðlegur dagur mannúðar

19.ágúst 2019