Mánudagur, 23 september 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

5% tungumála sögð eiga framtið fyrir sér

 technology illuastrative photo

3.apríl 2019. Enginn vafi er talinn leika á því að miklu skipti hvernig til tekst með að laga mál að stafrænum heimi til að þau lifi af. Það á ekki síður við um mál frumbyggja en annara.

Hinn stafræni heimur er að verulegu leyti hannaður með enskumælandi notendur í huga.

„Tungumálatækni er höfuðatriði á Alþjóðlegu ári tungumála frumbyggja,“ segir forseti norska Samaþingsins Aili Keskitalo.

„Tæknin þróast svo ört að við höfum áhyggjur af því að ef frumbyggjar geti misst af lestinni í hinum stafræna heimi.“

Norska Samaþingið vinnur hörðum höndum að því að vekja athygli UNESCO, aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og tæknirisanna á þeim hindrunum sem frumbyggjamál mæta á tæknisviðinu. Mona Solbakk og Pål Hivand tveir af ritstjórum samískra rása norska ríkisútvarpsins (NRKI) skrifuðu í sameiningu grein á þjóðhátíðardegi Sama 6.febrúar. Fyrirsögn greinarinnar dró efni hennar vel saman:   “Hei Google, sámástat go?» („Hæ Google, talar þú Samamál? ”).

„Það er ekkert tungumál sem er svo erfitt að það sé ekki mögulegt að laga tæknina að þeim og það á við um mál Sama og annara frumbyggja,” segir Keskitalo.

 technology illustrative photo 2Vandamálið er að það er lítil hagnaðarvon í því að fjárfesta í tækniþróun í tungumálum sem tiltölulega fáir tala og skilja.

  En þetta þýðir þó ekki að ekkert sé að gerast á þessu sviði.

 Háskólinn í Trömsö hefur hannað lyklaborð fyrir samísku fyrir hvers kyns tölvur og snjallsíma. Sérstakt teymi í tungumáltækni hefur líka unnið að leiðréttingar- og þýðingarforritum fyrir samísku.

 „Við látum okkur ekki nægja að tala um hvað það sé gott að þessi tungumál lifi, heldur reynum að gera eitthvað áþreifanlegt sem gagnast þeim,” segir Trond Trosterud, prófessor.

Hann hefur starfað náið með vinnuhóp í samískri tungumálatækni og árangur starfsins með samísku kemur öðrum frumbyggjamálum til góða. Hingað til hefur háskólafólkið í Tromsö unnið með fimmtíu ólík mál.

 „Hver málfræði þarf sitt eigið módel. Við getum hannað módel fyrir hvert tungumál með aðstoð eins málvísindamanns og einnar manneskju sem hefur viðkomandi tungumál að móðurmáli. Það gerir okkur kleift að umskrifa málfræðina fyrir vélarnar og aðlögum forrit að þessum ólíku tungumálum,”segir Trosterud.

 Örfá stór tæknifyrirtæki hafa sýnt varðveislu frumbyggjamála vissan áhuga.  Duolingo, sem hefur 300 milljónir notenda  hefur boðið upp á kennslu í havaísku og máli Navajo-Indíána, sem teljast til frumbyggjamála og eiga undir högg að sækja. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að þeir muni ekki græða á þessari kennslu en telji sig hafa siðferðilegum skyldum að gegna við deyjandi tungumál.

 Bent hefur verið á aðferðir fyrirtækja á borð við Duolingo byggi á því að skoða önnur tungumál út frá lögmálum enskunnar. „Við gerum þá kröfu til tæknifyrirtækja að þau fylgi alþjóðlegum stöðlum og séu opin fyrir aðilum á borð við okkur sem vinnum með þessi tungumál,” segir Trosterud.

Aili Keskitalo samiska UNRIC nyhetsbrevApple hefur reyndar opnað fyrir afurðir „þriðju aðila”, eða annara hönnuða í nýjustu stýrikerfum sínum og það þýðir að hægt að hlaða niður lyklaborði fyrir Samamál á Iphone. En önnur tæknifyrirtæki hafa lokað á framleiðslu annara af öryggisástæðum.

 „Ég skil ekki hvers vegna fólk sem talar önnur mál en ensku skuli ekki njóta sömu möguleika í tungumálatækni. Það eru líka menningarpólítisk sjónarmið sem taka þarf tillit til því við verðum snauðari ef við vöknum upp einn góðan veðurdag og allir tala ensku,” segir Trosterud.

Aili Keskitalo forseti Samaþingsins styður þessa viðleitni. Hún vonast til að tæknifyrirtækin átti sig á ábygð sinni á Alþjóðlegu ári frumbyggjamála og bendir á að við núverandi aðstæður er því spáð að aðeins 5% af tungumálum heimsins eigi framtíð fyrir sér í stafrænum heimi.

 „Við viljum að menn átti sig jafnt á möguleikum og áskorunum, en fyrst og fremst sýna fram að þetta sé hægt. Allt of margir halda að mál frumbyggja séu svo erfið að ekki sé hægt að finna tæknilegar lausnir.”

„Við getum ekki treyst á að aðilar á markaðnum finni lausnir upp á eigin spýtur en vonandi verður kastljósinu beint að málefninu á alþjóðlega árinu með ráðsteftnuhaldi og ýmsum aðgerðum, ” bætir hún við.

(Birtist fyrst í mars-útgáfu Norræna fréttabréfs UNRIC).

Alþjóðlegur dagur mannúðar

19.ágúst 2019