Fimmtudagur, 19 september 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Aukin þátttaka einhverfra með aðstoð tækni

Autism copy
2.apríl 2019. Á Alþjóðlegum degi vitundar um einhverfu er að þessu sinni beint kastljósi að því hvernig sérhæfð tækni getur ýtt undir aukna þátttöku einhverfra í samfélaginu. 

Tækninýjungar geta komið einhverfum til góða, óháð því hversu vel þeir geta tjáð sig. Sem dæmi má nefna geta snjallsímar og spjaldtölvur verið öflugt tæki til að takast á við hugrænar og atferlislegar áskoranir þeirra sem glíma við einhverfu. (Sjá nánar hér). 

„Við tölum gegn mismunun og fögnum fjölbreytileika alheimssamfélagsins og tvíeflum viðleitni okkar til að tryggja fulla þátttöku fólks með einhverfu á Alþjóðlegum degi vitundar um einhverfu,“ sagði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á alþjóðlega deginum 2.apríl.

„Við styðjum einhverfa í því að hæfileikar þeirra njóti sín til hins ítrasta. Það er snar þáttur í viðleitni okkar til að uppfylla loforð Áætlunar 2030 um Sjálfbæra þróun: að sklija engan eftir.“

Í ár er áhersla lögð á mikilvægi þess að einhverfum standi til boða sú tækni sem þeim nýtist til að lifa sjálfstæðu lífi og til að njóta mannréttinda sinna. Þótt ekkert lát sé á tækniframförum standa ýmsar hindranir í vegi fyrir því að allir njóti þeirra. Í sumum tilfellum er það kostnaður, búnaðurinn er ekki fyrir hendi, eða vitund, þekking og þjálfun af skornum skammti.

Í mörgum þróunarríkjum hefur minna en helmingur fólks sem glímir við einhvers konar fötlun ekki aðgang að þeim hjálpartækjum sem það þarf á að halda.

„Á síðasta ári ýtti ég úr vör Áætlun um nýjatækni til að tryggja að tækninýjungar taki tillit til þeirra gildi sem felast í Stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, alþjólalögum og manréttindasáttmálum, þar á meðal Samningsins um réttindi fatlaðra,” segir Guterres. „Við skulum ítreka skuldbindingar okkar við þessi gildi á Alþjóðlegum degi vitundar um einhverfu, sem fela í sér jafnrétti, sanngirni og félagslega þátttöku. Við skulum efla fulla þátttöku fólks með einhverfu með því að tryggja aðgang þeirra að öllu þvi sem nauðsynlegt er til að það geti notið réttinda sinna og grundvallarfrelsis.“

Alþjóðlegur dagur vitundar um einhverfu hefur verið haldinn frá árinu 2008, 2.apríl ár hvert samkvæmt einróma samþykkt Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

Alþjóðlegur dagur mannúðar

19.ágúst 2019