Fimmtudagur, 19 september 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Gerið það sem unga fólkið og vísindin krefjast

Fire

29.mars 2019. Áþreifanlegt merki um loftslagsbreytingar og félags- og efnahagsleg áhrif þeirra aukast sífellt að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni. Þar er sýnt fram á að aukinn samþjöppun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu aukist svo mjög að nálgist hættumörk.

Í yfirlýsingu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO, (WMO Statement on the State of the Global Climate in 2018)) um ástand loftslagsins 2018 er vakin athygli á hækkandi yfirborði sjávar og óvenjuhás loft- og sjávarhita undanfarin fjögur ár. Þessi hlýnun hefur varað frá aldamótum og er búist við að hún haldi áfram.

Guterres climateAukinn fjöldi náttúruhamfara og hættuástands sem tengjsat loftslagsbreytingum eru „enn ein viðvörunin til heimsins um að finna verði með hraði sjálfbærar lausnir,” að sögn António Guterrers, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Í ávarpi við kynningu skýrslunnar ítrekaði Guterres áskoranir sínar um aðgerðir. Sagði hann að niðurstöður skýrslunnar að loftslagsbreytingar gerðust nú hraðar en áður, “ ssannði það sem við höfum sagt: að hraði loftslagsbreytinga er meiri en viðnámsaðgerðir okkar.”

Hann sagði að hann hefði efnt til Loftslags leiðtogafundar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna 23.september. Hvatti Guterres þjóðarleiðtoga ekki aðeins til að sækja fundinn, heldur kynna þar raunhæfar aðgerðir. „Ekki koma með ræðu, komið með áætlun,” sagði hann .”Þetta er það sem vísindin segja okkur að þurfi. Þetta er það sem ungt fólk um allan heim er að krefjast.”

Alþjóðlegur dagur mannúðar

19.ágúst 2019