Sunnudagur, 15 september 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Samar eiga 300 orð um snjó

 aili2

1.apríl 2019. Aili Keskitalo, forseti norska Samaþingsins hefur áhyggjur af því að menning Sama eigi undir högg að sækja en segist sannfærð um að ekki sé of seint að snúa við blaðinu.

Ástæðan er ekki síst staða tungumálsins á stafrænum tímum. Hátt í helmingur þeirra tungumála sem töluð eru í heiminum í dag eru í útrýmingarhættu, eða 2680 af um 6500.

Færri en eitt hundrað þeirra 6500 tungumála sem töluð eru í heiminum eru notuð í hinum stafræna heimi,og örfá hundruð eru kennd í skólum heimsins.

SamiTil að spyrna við fótum hefur UNESCO, Mennta-,visinda-, og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna lýst árið 2019 Alþjóðlegt ár frumbyggjamála. Aðaltilgangur alþjóðlega árs frumbyggjamála er að beina kastljósinu að þeirri hættu sem steðjar að frumbyggjamálum og jafnframt þýðingu þeirra fyrir sjálfbæra þróun, sættir, góða stjórnarhætti og friðaruppbyggingu. https://www.unric.org/is/frettir/27359-moerg-tungumal-frumbyggja-i-utrymingarhaettu

„Frumbyggjamál eiga sérstaklega undir högg að sækja vegna þess að almennt er ekki þjóðríki til að dreifa til að standa vörð um málið. Af þessum sökum eru mörg af þeim málum í heiminum sem eru í mestri útrýmingarhættu, tungumál frumbyggja,“ segir Aili Keskitalo, forseti Samaþingsins í Noregi í samtali við UNRIC.

Keskitalo var endurkjörin forseti Samaþingsins í fyrra en hún hafði gegnt embættinu tvisvar áður. Hún var fyrsta konan til að stýra Samaþinginu þegar hún var fyrst kosin árið 2005. Nýlega var hún einn af aðalræðumönnum þegar Alþjóðlega árinu var ýtt úr vör í höfuðstöðvum UNESCO í París. https://www.sametinget.no/Nyhetsarkiv/Presidentens-innlegg-om-2019-som-FNs-aar-for-urfolksspraak

„Tungumál þrífst einungis ef nægilega margir tala það“ sagði hún í ræðu sinni í París. Hún klæddist stakki (kofte) að þjóðlegum hætti Sama, sveipaði grænu sjali (liidni) yfir yfirhöfnina (gákti) sem var skreytt samísku silfri.

97% heimsbúa tala 4% allra heimstungna að mati Með öðrum orðum tala 3% heimsbúa 96% tungumálanna.

„Hvert tungumál geymir heimssýn, menningu og þekkingu. Þegar tungumál deyr út, tapast fjölbreytnig og þekking“ segir Keskitalo.

Samar eru eina frumbyggjaþjóð sem skráð er í Evrópu. Samar tala tíu mismunandi tungumál en þeir búa í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi.

Í Noregi hafa verið sett lög og reglugerðir í því skyni að verja tungumál Sama, en dagleg notkun fer minnkandi. 25 þúsund tala norður-samísku stærstu einstöku mállýsku Sama-mála er hún útbreiddust þeirra. Öll tungumál Sama eru á lista UNESCO yfir tungumál í útrýmingarhættu.

Svokölluð pitesamíska stendur höllustum fæti allra Samamál en aðeins þrjátíu manns tala málið og eru allir yfir fimmtugt.Lapland

Pitsamíska er töluð í Arvidsjaur og Arjeplog í Svíþjóð en síðasti norski Saminn sem talaði mállýskuna lést á sjöunda áratugnum. .Sömu örlög gætu beðið alls tíu sammískra mállýskna. „Tungumál er hluti af sérkennum og framtíð tungumála frumbyggja tengist menningu þeirra og lifnaðarháttum. Tilvist tungumálsins er mælistika á hvort menningin erfist eða ekki,” segir Keskitalo.

Tungumál deyr út á þriggja mánaða fresti að sögn málvísindamanna. Líf tungumáls er vitaskuld háð þvi að það berist frá einni kynslóð til annarar. Pitesamíska dó sem fyrr segir út í Noregi en Keskitalo segir að áhugi sé fyrir að endurvekja það.

Norðmenn eru að sumu leyti betur í stakk búnir til að hlúa að samískunni. 14 málmiðvstöðvar eru starfræktar í landinu sem hafa það að markmiði að hlúa að samískunni en aðeins eitt slíkt er í Svíþjóð.

„Hvað stofnanir varðar stendur Noregur vel að víki,”segir Keskitalo.

300 orð eru á samísku um snjó. Þá er fjöldinn allur af orðum um hreindýr, laxa og ýmis náttúrufyrirbæri. https://www.nrk.no/sapmi/bruker-over-300-ord-for-sno-1.8169599 Samar hafa þurft á mörgum orðum að halda til að lifa á í glímu við náttúruna í mörg þúsund ár.

Mér finnst mikilvægt hversu fjölbreytileg samísk menning er og ég tel miklu Skipta að varðveita hana.

Svo dæmi sé tekið er „kofta”, samíski stakkurinn mikilvægur í sjálfsmyninni. Þetter lifandi flík sem þróast sjálf. Ég er stolt af því að ég sé marga klæðast «kofte» og sauma jafnvel sjálfir,“ segir Keskitalo.

Árið 2017 var haldið upp á aldarafmæli fyrsta landsþings Sama í Þrándheimi og þjóðhátíðardagur Sama vakti meiri athygli en nokkru sinni fyrr. Kongungsfjölskyldan tók þátt í að halda upp á daginn í fyrsta skipti.

Samar hafa haslað sér völl á mörgum sviðum að undanförnu. Listamaðurinn Ella Maria Hætta Isaksen vann söngvakeppnina Stjernekamp og hefur tekið við keflinu af Mari Boines við að kynna „
joik” hefðbundinn söng Sama. Isaksen hefur einnig verið áberandi í umræðu um umhverfismál. Hreindýrabóndinn Jovsset Ánte Sara hefur vakið athygli fyrir langan málarekstur á hendur norska ríkinu og meðal annars talað máli sínu á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf. Þá nýtur samísk list vaxandi viðurkenningar jafnt á Norðurlöndum sem og á alþjóðavettvangi.

„Við erum þjóð sem er dreifð þvert á landamæri ríkja og teygjum anga okkar sunnar en margur hyggur. Við erum eiginlega ósýnileg þar sem við erum ekki í meirihluta og stundum mætti ætla að við búum eingöngu í Finmmörku. En við erum líka til þar sem við erum ekki í meirihluta og það er mikilvægt að koma því til skila,“ segir Keskitalo.

Alþjóðlegur dagur mannúðar

19.ágúst 2019