Fimmtudagur, 19 september 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Konur taki þátt í nýsköpun í þágu framtíðar

 IWD 2019 EN InFocus 960x450

8.mars 2019. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í ávarpi sínu á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna að valdefling kvenna sé undirstaða árangurs í friðar- og öryggismálum, mannréttindum og sjálfbærri þróun.

“Jafnrétti kynjanna snýst þegar upp er staðið um völd,” segir Guterres, “Við búum í heimi þar sem karlar hafa tögl og hagldir og menning okkar dregur dám af því. Jafnvægið mun ekki breytast fyrr en það er viðurkennt að réttindi kvenna séu sameiginlegt markmið okkar og í þagu allra.”

8.mars hefur verið helgaður baráttu kvenna fyrir réttindum sínum frá því 15 þúsund konur gengu fylktu liði í New York árið 1908. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna eins og þessi alþjóðadagur er oftast nefndur á íslensku, er ástæða til að staldra við og líta yfir farinn veg og meta þann árangur sem náðst hefur, fagna hugrekki og ákveðni venjulegra kvenna sem hafa leikið lyklhlutverk í sögu landa sinna og samfélaga. Þetta er í fertugasta og fjórða skipti sem haldið er upp á 8.mars sem alþjóðlegan baráttudag kvenna.  

Að þessu sinni er þema dagsins “Jafnréttishugsun, snjöll uppbygging, nýsköpun í þágu breytinga." Þar eru uppfinningar og nýsköpun kvenna í brennidepli.   

 Þar er kastljósinu beint að því hvernig efla má völd kvenna og jafnrétti kynjanna á skapandi hátt, sérstaklega á sviðum félagslegs öryggis, aðgangs að opinberri þjónustu og sjálfbærum innviðum.

 Tækni og nýsköpun eru uppsrpetta dæmalausra tækifæra en margt bendit til að stafræna bilið á milli kynjanna sé að aukast, og konur eru of fáar í vísindum, tækni, verkfræði, stærðfræði og hönnun.

 Það er brýnt að hugmyndir og reynsla kvenna nýtist hvort heldur sem er í bankastarfsmi á netinu eða í gervigreind, í því skyni að móta framtíð samfélaga okkar.

 “Við ættum öll að hafa þungar áhyggjur af því að konur eru tiltölulega færri en karlar í þessum greinum,” segir Guterres í ávarpi sínu.

 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna felur einnig í sér tækifæri til að huga sérstaklega að því hvernig við hrindum í framkvæmd Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun, sérstaklega núm er fjögur og fimm en þau snúast um að annars vegar tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að símenntun fyrir alla og að tryggja jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt allra kvenna og stúlkna.

 

Alþjóðlegur dagur mannúðar

19.ágúst 2019