Sunnudagur, 15 september 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

2.5 milljörðum safnað handa Jemen

Yemen 1

27.febrúar 2019. Sameinuðu þjóðunum tókst að afla andvirði 2.6 milljarða Bandaríkjadala til að fjármagna neyðaraðstoð við íbúa Jemens. Söfnunarráðstefna var haldin á miðvikudag í Genf undir forsæti Svía og Svisslendinga.

Að mati Sameinuðu þjóðanna og samstarfsaðila þeirra þarf 4 milljarða dala til að lina þjáningar Jemena en það takmark náðist ekki. Hins vegar fagnaði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna því að 30% hærri framlögum hafi verið heitið en á síðustu sambærilegri ráðstefnu fyrir ári.

Guterres tilkynnti við sama tækifæri að Matvælaáætlun SÞ (WFP) hafi tekist að koma neyðaraðstoð til mikilvægrar birgðastöðvar í Hudaydah. 50 þúsund tonn af hveiti sem nægir til að brauðfæða 3.7 milljónir manna í mánuð höfðu verið kyrrsett i höfninni í marga mánuði. Ekki hefur enn verið staðfest hvort hveitið er hæft til manneldis eftir allan þennan tíma.

„Mörg ríki hafa aukið fjárframlög sín en ég held að það sé óhætt að nefna sérstaklega aukin framlög frá Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum,“ sagði Guterres.

Þessi tvö ríki eruð helstu ríki í hernaðarbandalaginu sem styður forseta landsins í baráttu við svokallaða Hútí-skæruliða.

Alþjóðlegur dagur mannúðar

19.ágúst 2019