Laugardagur, 19 janúar 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Meintar aftökur á Filippseyjum rannsakaðar

 icc open separate initial examinations philippines war drugs

8.febrúar 2018. Saksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins hefur ákveðið að hefja rannsókn á hugsanlegum glæpum í herferð forseta Filippseyja gegn eiturlyfjum.

“Eftir vandaða, óháða og sjálfstæða athugun á fjölda tilkynninga og skýrslan um meinta glæpi sem hugsanlega falla undir lögsögu dómstólsins hef ég ákveðið að forransókn fari fram í hverju máli,” sagði Fatou Bensouda, saksóknari í tilkynningu sinni.
Því er haldið fram að frá júlí 2016 hafi þúsundir manna á Filippseyjum verið drepnar fyrir meinta þátttöku í ólöglegri neyslu eða sölu fíkniefna. Í sumum tilfellum hefur orðið mannfall í átökum á milli glæpagengja en í öðrum tilfellum er fullyrt að fólk hafi verið tekið af lífi í lögreglu aðgerðum.
Þá mun Alþjóðaglæpadómstóllinn rannsaka meinta glæpi frá því að minnsta kosti í apríl 2017, en öryggissveitir ríkisins eru sakaðar um að hafa beitt óhóflegu valdi til þess að kveða niður mótmæli og hafa tekið þúsundir stjórnarandstæðinga höndum. Margir þeirra hafi sætt harðræði og illri meðferð í haldi.