Laugardagur, 19 janúar 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Til höfuðs staðalímyndum

 konur í vísindum2

11. febrúar 2018. Þrisvar sinnum fleiri karlar en konur ljúka doktorsprófi í vísindagreinum, meir en tvöfalt fleiri B.S. prófi og meistaragráðu samkvæmt rannsókn sem gerð var í fjórtán ríkjum.

Haldið er upp á Alþjóðlegan dag kvenna og stúlkna í vísindum 11.febrúar ár hvert. Sameinuðu þjóðirnar telja mikilvægt að auka hlut kvenna í vísindum, enda eru vísindi og jafnrétti kynjanna nauðsynlegir þættir í að ná Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.

„Okkur ber að hvetja og styðja stúlkur og konur til að ná eins langt og þær geta í vísindarannsóknum og uppgötvunum,” segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni Alþjóðadags kvenna og stúlkna í vísindum. 

„Bæði stúkur og drengir hafa allt til að bera til þess að ná árangri í vísindum og stærðfræði í námi jaftt sem stafi,” segir Guterres.

„En kerfisbundin mismunun er þess valdandi að innan við 30% þeirra sem starfa við rannsóknir og þróun í heiminum eru kvenkyns.Við þurfum að beita okkur kerfisbundið í því skyni að breyta staðalímyndum og fordómum. Byrja má á því að útrýma staðalmyndum af vísinda- og uppfinningamönnum sem eingöngu karlkyns á samskiptamiðum, í uppflettiritum og í auglýsingum.”

 Sjá nánar hér.