Laugardagur, 19 janúar 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

65% Evrópubúa hlusta á útvarp daglega

radio

13.febrúar 2018. Þrátt fyrir fjölmargar tækninýjungar er útvarp enn sá fjölmiðill sem nær til flestra jarðarbúa, jafnvel þótt þeir búi á afskekktum stöðum.

44 þúsund útvarpsstöðvar eru starfræktar í heiminum. 65% íbúa Evrópusambandsríkjanna hlusta á útvarp daglega.

Í dag er alþjóðlegur útvarpsdagur á vegum Sameinuðu þjóðanna en þá er fyrstu útvarpssendingar á vegum samtakanna minnst en hún var 13.febrúar 1946. Hún hófst með þessum orðum: „Þetta eru Sameinuðu þjóðirnar sem ávarpa heimsbyggðina…”

Forstjóri UNESCO, Mennta-,vísinda-,og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna bendir á veigamikið hlutverk útvarps í íþróttum. „Útvarp er kjörinn miðill til að breiða út gildi heiðarlegrar keppni, liðsheildar og jafnrétti í íþróttum,” segir Audrey Azoulay,forstjóri UNESCO. „Útvarp er kjörinn miðill til að berjast gegn staðalmyndum sem ala á útlendinga- og kynþáttahatri.“

Þema útvarpsdagsins í ár er "útvarp og íþróttir." Nýjar tölur UNESCO benda til að konur séu aðeins 7% þess íþróttafólks sem sést er rætt við eða skrifað um í íþróttum og aðeins 4% íþróttafrétta fjalli aðallega um konur.

António Guterres, aðalaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í ávarpi í tilefni dagins að „íþróttir og útvarp geti leikið stórt hlutverk í að hjálpa fólki að njóta hæfileika sinna til fullnustu.“