Miðvikudagur, 20 mars 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Sameinuðu þjóðirnar hvetja til Ólympíufriðar

olympics

7.febrúar 2018. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur sent frá sér ávarp þar sem hann hvetur til stríðandi fylkingar til að slíðra sverð og virða Ólympíufrið á meðán Ólympíuleikarnir og Ólympíuleikar fatlaðra standa yfir í PyeongChang í lýðveldinu Kóreu en þeir hefjast 9.febrúar.

Áður hafði Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hvatt til þess í einróma ályktun að allar þjóðir heims fylgi fordæmi Grikkja hinna fornu og virði Ólympíufriðinn.

Hér á eftir fylgir ávarp aðalframkvæmdastjórans um Ólympíufrið:

"Eftir tvo daga munu fulltrúar allrar heimsbyggðarinnar koma saman í PyeongChang í lýðveldinu Kóreu sameinaðir af anda Ólympíuleikanna með samstöðu, gagnkvæmra virðingu og vinsamlega samkeppni að leiðarljósi.

Ólympíuleikarnir og Ólympíuleikar fatlaðra eru einstök dæmi um árangur íþrótta í heiminum og eitt það besta sem mannkynið hefur fram að færa.

Ólympíufriðinn má rekja aftur til Grikklands hins forna, en þá var gert vopnahlé til að greiða fyrir ferðum íþróttamanna og áhorfenda, sem jafnframt náði til keppenda á meðan leikarnir stóðu yfir.

Grundvallarboðskapur þessa er sá að við tilheyrm öll einu mannkyni sem er allri pólitískri misklíð æðra.

Þessi hugsjón á óvíða betur við en á Kóreu-skaga.

Ég hvet alla stríðandi aðila til þess að virða Ólympíufriðinn á meðan Ólympíuleikarnir og Ólympíuleikar fatlaðra standa yfir árið 2018.

Megi Ólympíueldurinn vera leiðarljós samstöðu.mannkynsins.

Megi Ólympíufriðurinn sá fræjum friðarmenningar."

Mynd: frá Ólympíuleikum ungmenna í Nanjing árið 2014. UN Photo/Paulo Filgueiras

Ávarp á alþjóðlegum

baráttudegi kvenna