Laugardagur, 19 janúar 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Kynfæramisþyrmingar tíðkast líka í Evrópu

femalegenital

5.febrúar 2018. Meir en 200 milljónir kvenna um allan heim hafa sætt kynfæraskurði.

Stúlkur á aldrinum fjögurra til tólf ára eru í mestri hættu að sögn Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Sameinuðu þjóðirnar beina kastljósinu að misþyrmingum á kynfærum kvenna á alþjóðadegi algjörs umburðarleysis gagnvart kynfæra umskurði kvenna 6.febrúar ár hvert.

EndFGM Logo EnglishKynfæraskurður tíðkast í 28 Afríkuríkjum, auk hluta Asíu og Mið-Austurlanda. Stúlkur og konur í Evrópu sæta einnig þessu grófa kynbundna ofbeldi. Þessi verknaður er almennt viðurkenndur á alþjóða vettvangi sem mannréttindabrot sem hefur alvarleg og langvarandi áhrif á stúlkur og konur, jafnt á kynferðislega-, frjósemis, og andlega heilsu þeirra.

Kynfæraskurður er bannaður með lögum í flestum Evrópuríkjum, en því miður nægir það ekki til að vernda stúlkur og konur. Evrópuþingið telur að 180 þúsund innflytjendur eigi á hættu að sæta kynfæraskurði á ári hvrju. Stúlkur eru sérsatklega í hættu þegar þær heimsækja heimalönd sín.

Tölur frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna benda til að á hverju ári sæki 20 þúsund konur og stúlkur um hæli í aðildarríkjum Evrópuambandsins frá ríkjum þar sem kynfæraskurður er tíðkaður, umtalsverður hluti þeirra gerir það á þeim forsendum að þær eigi á hættu að sæta slíku ofbeldi.

Þetta vandamál nýtur sífellt meiri athygli á alþjóða vettvangi. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti tímamótaályktun  árið 2012 þar sem kyfæraskurður var fordæmdur og vakin athygli á þeim sársauka sem þetta ylli stúlkum og konum.

Þá voru einstök ríki hvött til þess að fordæma þennan verknað og jafnframt til að vernda konur fyrir hvers kyns ofbeldi. Allsherjarþingið hefur ítrekað samþykktir sínar tvívegis, 2014 og 2016. Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun taka einnig á kynfæraskurði kvenna, enda tengist þetta jafnrétti kynjanna og hvers kyns ofbeldi gegn konum.

Athygli umheimsins á þátt í því að þessi verknaður er á undanhaldi, þó hægt gangi. Nýlegar tölur benda til að fórnarlömbum hafi fækkað um 24% frá árinu 2000.

Mynd: Hnífar sem notaðir eru við kynfæraskurð í Sierra Leone. IRIN/Bryna Hallam