Laugardagur, 19 janúar 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Krabbamein: Norðurlönd í sérflokki

Cancer

4.febrúar 2018. Krabbamein er næstalgengasta dauðaorsök í heiminum.

8.8 milljónir manna létust af völdum krabbameins á árinu 2015 að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Þetta þýðir að sjötta hvert dauðsfall má rekja til krabbameins.

Krabbamein er einn algengasti sjúkdómur og ein algengasta dauðaorsökin um allan heim, en sama mjög misjafnt er hversu góða umönnun folk fær við þessum sjúkdómi. 4.febrúar ár hvert halda Sameinuðu þjóðirnar Alþjóða krabbameinsdaginn í því skyni að vekja folk til meðvitundar um krabbamein.

Á Norðurlöndum eru einhverjar mestu lífslíkur í heimi fyrir þá sem fá krabbamein. Á Íslandi, í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð eru vel rúmlega 85% lífslíkur að fimm árum liðnum fyrir þá sem fá brjóstakrabbamein og ríflega 90% fyrir þá sem fá krabbamein í blöðruhálskirtil. Danmörk stendur nokkuð að baki hinum Norðurlöndunum.

70% dauðsfalla af völdum krabbemeins eru í lág- eða meðaltekjuríkjum, sem eiga í erfiðleikum með að útvega sjúklingum lágmars umönnun og meðferð.
Íbúafjöldi Úganda (41.5 milljónir) er næstum tvöfaldur samanlagður íbúafjöldi Norðurlanda, en í öllu landinu er aðeins eitt geislameðferðartæki.

Fátæk ríki glíma við mörg vandamál. Krabbamein greinist seint, þar sem greining er yfirleitt í boði og minnkar þetta líkur sjúklinga á að lifa af. Jafnvel þótt sjúklngur sé greindur með krabbamein, þá standa félagslegir- og efnahagslegir þættir, lélegir innviðir og skortur á læknisþjónustu oft í vegi fyrir lækningu og meðferð.

Lág tíðni bólusetninga til dæmis við HPV og lifrarbólgu B eykur tíðni krabbameinstilfelli í fátækum ríkjum, vegna þess að fólk er berskjaldað fyrir þrálátum sýkingum. Að mati WHO gætu bólusetningar við þessum veirusýkingum dregið úr fjölda krabbameinstilfella um eina milljón á ári.

Þá eiga fátæk ríki í erfiðleikum með að safna tölfræðilegum upplýsingum sem aftur dregur úr hvata til þess að beita sér fyrir nýrri og skilvirkari stefnumótun í krabbameinsmeðferð.

Búist er við að tíðni krabbameins aukist á næstu áratugum. WHO telur að krabbameinstilfellum kunni að fjölga um 70% á næstu tuttugu árum. Krabbamein er því vaxandi vandamál og þarf að ráðast gegn því á mörgum vígstöðvum samtímis, jafnt á félags-, efnahagslegum- sem pólítiskum vettvangi. Með öðrum orðum krefst fækkun krabbameinstilfelli í heiminum þess að dregið verði úr hnattrænum ójöfnuði.