Föstudagur, 20 apríl 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Guterres varar við„efnahagslegu sjálfsmarki"

Migrants Europe

12.janúar 2018. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar ríki heims við því að þau skaði eigin efnahag með því að reisa óyfirstíganlega múra til að hindra innflutning farandfólks.

  António Guterres, aðalframkvæmdastjóri kynnit í gær skýrslu sína um fólksflutninga í heiminum, sem er framlag hans til viðræðna sem eru að hefjast um nýjan alheims-sáttmála sem stefnt er að því að samþykkja í desember á þessu ári.

Guterres hvatti til þess að beint yrði sjónum að „því að fólksflutningar eru að lang mestu leyti jákvæðir” og að “umræðan byggi á staðreyndum en ekki fordómum,”

Migration Guterres„Ég legg áherslu á það að fólksflutningar eru jákvætt fyrirbæri,” sagði Guterres. „Þeir eru drifkraftur hagvaxtar, draga úr ójöfnuði, tengja saman ólík samfélög og hjálpa okkur að ná jafnvægi á milli fjölgunar og fækkunar mannfjölda. En þeir eru líka upppretta pólitískrar spennu og mannlegra harmleikja.”

 Í skýrslunni kemur fram að farandfólk sendir um 15% tekna sinna til heimalanda sinna en upphæðin nan 600 milljörðum Bandaríkjadala eða þrisvar sinnum öll samanlögð þróunaraðstoð í heiminum.

 „Stærsta áskorunin er sú að ná sem mestu út úr þeim fólksflutningum sem fara fram á reglubundinn og ábatasaman hátt og ráðast á sama tíma til atlögu við misnotkun og fordóma sem gera líf minnihluta farandfólks að hreinu helvíti,” sagði Guterres.

Hann varaði við því að það væri skaðvænlegt efnahagslega að loka landamærum fyrir innflytjendum.

 „Stjórnvöld sem koma upp meiri háttar hindrunum fyrir fólksflutningum – eða setja mikla skorður við atvinnuþátttöku innflytjenda – valda hagkerfinu óþarfa skaða, því þeir koma í veg fyrir að þörf atvinnulífsins fyrir vinnuafli sé svarað á reglubundinn og lögleglan hátt. Það sem verra er, þá hvetja þeir óviljandi til ólöglegs innflutnings fólks,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn.

Samningurinn sem er ekki lagablega bindandi er að sögn Guterres „eitt af mikilvægustu sameiginlegu forgangsmálunum fyrir árið 2018.

Sameinuðu þjóðirnar og ESB gegn

kynferðislegu ofbeldi 

#Spotlight