Föstudagur, 20 apríl 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Aðlögun skæruliða prófsteinn á frið

 FARC


11.janúar 2018.Framtíð friðarviðleitni í Kólombíu gæti oltið á því hvernig tiltekst að aðlaga 14 þúsund fyrrverandi skæruliða að borgaralegu lífi í landinu.

Þetta kom fram í máli sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna í landinu þegar hann flutti Öryggisráði samtakanna skýrslu í gær. Hann sagði að Sameinuðu þjóðarnar fylgdust náið með fréttum af því að skæruliðasamtöin ELN sem ekki eiga aðild að friðarsamningnum í landinu, hefðu rofið vopnahlé við kólombísku stjórnina.

„Hornsteinar stöðugleika hafa verið lagðir við megum ekki missa sjónar á miklvægi þess að aðlaga skæruliðana að þjóðfélaginu að nýju,“ sagði Jean Arnault, fulltúi aðalframkvæmdastjórans í Kólmbíu. Hann stýrir sendinefnd samtakanna sem hefur það verkefni að fylgjast með friðarviðleitninni. Henni var komið á fót 26.september 2017 til þess að fylgjast með því að staðið sé við skuldbindingar samningsaðila, annars vegar ríkisstjórnarinnar og hins vegar skæruliðahreyfingarinnar FARC um aðlögun skæruliðanna og að tryggja frið á þeim landsvæðum sem urðu harðast úti á átökum stríðandi fylkinga. Ríkisstjórnin og FARC skrifuðu undir friðarsamkomulag í nóvember 2016.

Colombia Arnault 747053 SC Arnault sagði að pólitísk aðlögun gengi samkvæmt áætlun en þing og forsetakosningar verða haldnar á þessu ári og héraðs- og sveitastjórnarkosningar innan tveggja ára þar sem hinni nýji stjórnmálaflokkur FARC getur fengið kjörna fulltrúa.
„En við við höfum enn áhyggjur af félagslegri og efnahagslegri aðlögun 14 þúsund fyrrverandi skæruliða,“ sagði hann og minnti á að sumir þeirra væru enn í fangelsi og óánægju gætti með aðlögunarferlið.
„Því miður höfum við fengið fréttir af því að ELN hafi gert árásir. Við fylgjumst með og munum skýra Öryggisráðinu frá gangi mála,“ sagði Arnault.
Stéphane Dujarric, talsmaður Sameinuðu þjóðanna tilkynti í gær að António Guterres, aðalframkvæmdastjóri héldi til Bogotá höfuðborgar Kólombíu 13.janúar til að styðja friðarferlið.
Hann mun hitta að máli forsetanno yfirmann hersins, forystu FARC og kaþólsku kirkjunnar. Þá ferðast hann til Meta héraðs þar sem hann kynnir sér aðlögunarstarf í þágu fyrrverandi skæruliða.

Sameinuðu þjóðirnar og ESB gegn

kynferðislegu ofbeldi 

#Spotlight