Föstudagur, 20 apríl 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

13 milljónir Sýrlendinga þurfa hjálp

 
Winter Homs Syria 2017 Photo UNICEF Sanadiki

9.janúar 2018. Átök hafa blossað upp í norðurhluta Sýrlands með þeim afleiðingum að fólk hefur orðið að flýja heimili sín í fimbulkulda sem ríkir á þessum slóðum.

Fólkið bætist í hóp 13 milljóna Sýrlendinga sem eiga um sárt að binda og þreyja nú sjöunda vetur borgarastríðs í landinu.  

„Sumir hlutar Sýrlands hafa rétt nokkuð úr kútnum eftir að hlé hefur orðið á bardögum, en annars staðar hafa átök magnast,“ segir Stéphane Dujarric, talsmaður Sameinuðu þjóðanna. Meir en þrettán milljónir manna þurfa á að brýnni aðstoð og vernd að halda. 

„Sameinuðu þjóðirnar hafa miklar áhyggjur af öryggi og vernd tuga þúsunda manna í suðurhluta Idleb og dreifbýli í Hama í norðausturhluta Sýrlands, en þar hafa hundruð manna látist og særst í átökum,“ bætti hann við. Tugir þúsunda manna hafa orðið að flýja heimili síns frá því í byrjun desember. Vetur er genginn í garð og því er brýnast að koma fjölskyldum á flótta í skjól. Flóttafólkið hefur flúið til svæða þar sem húsaskjól er af skornum skammti og heimamenn búa við mikla fátækt. 

 „Við höfum nýlega fengið fréttir af því að eina bráða-heilsugæslustöðin í Modira í austurhluta Ghoura, sem herkví, hefði orðið fyrir loftárás og sé ónothæf,“ sagði Dujarric. Mark Lowcock, framkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum mun heimsækja 9.til 12.janúar. Hann mun freista þess í viðræðum við stjórnvöld að greiða fyrir því að  aðstoð berist nauðstöddum.

Sameinuðu þjóðirnar og ESB gegn

kynferðislegu ofbeldi 

#Spotlight