8.janúar 2018. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sakar öryggissveitir í Lýðveldinu Kongó (DRC) um að brjóta vísvitandi borgareleg og pólitísk réttindi með því að beita ofbeldi gegn mótmælendum í höfuðborginni Kinshasa og fleiri borgum í lok síðasta árs.
„Síðustu upplýsingar sem við höfum benda til að fimm hafi týnt lífi og 92 hafi særst,” sagði Liz Throssell, talsmaður Mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna á blaðamannfundi á föstudaq.Þar að auki voru 180 handteknir en flestum hefur verið sleppt.
„Öryggissveitir beittu skotvopnum, auk gúmmíkúlna og táragass, stundum af stuttu færi,” bætti hún við. Throssell segir að tölur um látna í átökunum á gamlaársdag kunni að vera hærri því fulltrúum Sameinuðu þjóðanna hafi verið meinaður aðgangur að líkhúsum, sjúkrahúsum og fangelsum.Öryggissveitir eru sakaðar um að hafa skotið táragashylkjum inn í kirkjur, hindrað fókl í að sækja guðþjónustur og rænt persónulegum eignum þess.
„Þetta er uggvænleg þróun og skerðing á trúfrelsi,” segir Throssell.Þá krefst hún trúverðugrar og óháðrar rannsóknar á óhóflegri valdbeitingu og ofbeldi af hálfu öryggissveita og að þeir sem beri ábyrgð á mannréttinabrotum sæti ábyrgð.Áður hafði António Guterres,aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatt allar fylkingar í Kongó til að standa við samkomulag sem náðist á gamlaársdag 2016, “
„sem er eina færa leið til að halda kosningar og greiða fyrir friðsamlegum valdaskiptum og eflingu stöðugleika í lýðveldinu Kongó.”Samkomulagið sem tókst fyrir milligöngu Kirkjuþings Kongó (CENCO) gerir ráð fyrir að Joseph Kabila, forseti haldi völdum lengur en kjörtímabili hans nemur en kosningar verði haldnar fyrir lok desembers 2017.
Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu
United Nations Regional Information Centre for Western Europe (UNRIC Brussels)
Residence Palace, Rue de la Loi/Wetstraat 155, Block C2,7th and 8th floor, Brussels 1040, Belgium - Tel.: +32 2 788 8484 / Fax: 32 2 788 8485