Föstudagur, 20 apríl 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Dómstóll sem markaði djúp spor

ICTYfugit

5.janúar 2018. Tímamót urðu um áramót þegar Alþjóðaglæpadómstóllinn fyrir fyrrverandi Júgóslavíu lauk störfum.

Óhætt er að segja að dómstóllinn marki spor sín í söguna og lagt fram merkan skerf til alþjó'aréttar. Alþjóðaglæpadómstóllinn fyrir fyrrverandi Júgóslavíu var settur á stofn 1993 til þess að fjalla um grimmdarverk sem framin voru á ICTYBalkanskaga á tíunda áratugnum. Talsmenn dómstólsins sögðu við starfslok að hann hefði skilað miklum árangri þrátt fyrir hrakspár í byrjun.

Réttað var samtals í 10.800 daga, hlustað á vitnisburð 4.650 manna, skrifaðar upp 2.5 milljónir síðna og 161 einstaklingur ákærður. Markmiðið var að binda endi á refsileysi fyrir þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsgæpi í fyrrverandi Júgóslavíu. 

 “Ég held að það sé ekki ofmælt að segja að dómstóllinn hafi fært mönnum heim sanninn um að dregið verði til ábyrgðar fyrir illvirki í heiminum,” sagði Miguel de Serpa Soares, aðallögfræðingur Saminuðu þjóðanna á ráðstefnu þar sem farið var yfir störf dómstólsins á dögunum. Á meðal helstu mála sem komu til kasta dómstólsins má nefna réttarhöldin yfir Radovan Karadzic og Ratko Mladic, tveggja höfuðpauranna í illvirkjum sem farmin voru í Bosníu og Hersegóvínu, þar á meðal þjóðarmorð á Bosníu múslimum í Srebrenica. Þeir voru dæmdir í annars vegar 40 ára og hins vegar ævilangt fangelsi. 

“Ég held að enginn hafi haft trú á því að við myndum draga nokkurn mann til ábyrgðar…en okkur hefur tekist að sanna hið gagnstæða,” segir Carmel Agius, dómsforseti.Agius bendir á að öllum dómsstörfum hafi verið lokið fyrir slit réttarins, og nefnir þá miklu og óvenjulegu erfiðleika sem þurfti að yfirstíga, til dæmis að ná í vitni til annara ríkja, túlka og þýða, að ekki sé minnst á hversu sum ríki voru ósamvinnuþýð lengstum. Alþjóðlegi glæpadómstóllinn fyrir fyrrv. Júgóslavíu var fyrsta tilraun til að draga einstaklinga til ábyrgðar fyrir alþjóðlega glæpi frá því réttað varí Nurnberg og Tokyo í lok síðari heimsstyrjaldarinnar.  

Þar sem  illvirki voru framin án þess að viðkomandi væru látnir sæta ábyrgð í fyrrverandi Júgóslavíu, höfðu aðildarríki Sameinuðu þjóðanna engan annan kost en að stofna sérstakan dómstóll sem “neyðarráðstöfun” að sögn Agius. Hann var fyrst kjörinn í dóminn árið 2001 en hefur setið í forsæti hans frá því í nóvember 2015.  

 Agius átti þátt í stofnun Alþjóðaglæpadómstólsins og hann hikar ekki við að segja að Júgóslvaíudómstóllinn hafi átt sinn þátt í að hann var stofnaður.“Bandaríkjamenn tala stundum um Fíladelfíu-undrið en ég tel að þessi dómstóll hafi verið álíka undur,” segir hann.”Starf okkar varð alþjóða samfélaginu innblástur til að taka þetta starf einu skrefi lengra og stofna alþjóðlegan glæpadómstól.

Sameinuðu þjóðirnar og ESB gegn

kynferðislegu ofbeldi 

#Spotlight