Föstudagur, 20 apríl 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Guterres: aðvörun til heimsbyggðarinnar

Guterres elected1

31.desember 2017. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sendir út viðvörun til heimsbyggðarinnar  í nýársávarpi sínu og segir að afturför hafi orðið á flestum sviðum á árinu sem er að líða.

Þegar ég tók við starfi mínu fyrir einu ári hvatti ég til þess að árið 2017 yrði ár friðar. Því miður hefur orðið afturför að verulegu leyti. Á nýársdag 2018 birti ég ekki hvatningu heldur alvarlega aðvörun til heimsins. Átök hafa dýpkað og nýar hættur birst. Óttinn við kjarnavopn hefur ekki verið meiri frá því I kalda stríðinu. Loftslagsbreytingar aukast hraðar en aðgerðir til að stemma stigu við þeim. Við horfum upp á hræðileg mannréttindabrot. Þjóðernishyggja og útlendingahatur fer vaxandi.

Við byrjun árs 2018 hvet ég til samstöðu. Ég er sannfærður um að við getum gert heiminn öruggari. Við getum leyst deilur, unnið bug á hatri og varið sameiginleg gildi.  En við getum aðeins gert það í sameiningu.

Ég hvet leiðtoga alls staðar til að taka undir þetta nýársheit:  

Brúum bilið. Byggjum upp traust að nyju með þvi að fylkja fólki í nafni sameiginlegra markmiða. Eining er sú leið sem framtíð okkar byggir á. Ég óska ykkur friðar og góðrar heilsu árið 2018.”

Sameinuðu þjóðirnar og ESB gegn

kynferðislegu ofbeldi 

#Spotlight