Föstudagur, 20 apríl 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

128 samþykkja tillögu um Jerúsalem

GA 746588 WIDE 2017

21.desember 2017. Tillaga þess efnis að harma ákvörðun Bandaríkjanna um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Ísland greiddi atkvæði með tillögunni.

128 ríki greiddu tilllögunni atkvæði en níu voru á móti og 35 sátu hjá. Í tillögunni er lýst djúpum harmi yfir nýlegum ákvörðunum sem snerta stöðu Jerúsalem og lögð áhersla á að stöðu “hinnar Helgu borgar beri að ákveða í samningaviðræðum í samræmi við viðeigandi ályktanir Sameinuðu þjóðanna.”

Tyrkland og Jemen lögðu tilllöguna fram á Allsherjarþinginu eftir að Badaríkjamenn beittu neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að hindra samþykkt svipaðrar tilllögu. Öll önnur aðildarríki Öryggisráðsins voru fylgjandi tillögunni.

Ákvæði er í stofnssáttmála Sameinuðu þjóðanna um að visa máli til Allsherjarþingsins við slíkar aðstæður, en þetta er einungis í tíunda skipti sem því er beitt. Samþykktin er ekki bindandi.

Norðurlöndin fimm voru á meðal þeirra ríkja sem greiddu atkvæði með tillögunni.

Ríkin níu sem greiddu atkvæði gegn tillögunni voru Bandaríkin,  Gvatemala, Hondúras, Ísrael, Marshall eyjar, Míkrónesía, Nauru, Palau og Tógó.

Á meðal þrjátíu og fimm ríkja sem sátu hjá voru Argentína, Ástralía, Filippseyjar, Kanada, Kólombía, Króatía, Lettland, Mexíkó, Pólland, Rúmenía, Tékkland og Ungverjaland. 

Tuttugu og eitt ríki tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. 

Sameinuðu þjóðirnar og ESB gegn

kynferðislegu ofbeldi 

#Spotlight