Föstudagur, 20 apríl 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Mannréttindastjórinn sækist ekki eftir endurkjöri

Zeid picture resized 2

22. desember 2017. Zeid Ra’ad al-Hussein, Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur tilkynnt starfsliði sínu að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur í september á næsta ári.

Í bréfinu segir hann að til þess að ná endurkjöri eigi hann engan annan kost en að gera málamiðlanir og það komi ekki til greina af hans hálfu að gefa eftir þegar sjálfstæði embættisins sé annars vegar.

“Mannréttindastjórinn tilkynnti aðalframkvæmdastjóranum um ákvörðun sína þess efnis að sækjast ekki eftir endurkjöri,” sagði Stéphane Dujarric, talsmaður António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. “Mannréttindastjórinn hefur alltaf notið fulls stuðnings aðalframkvæmdastjórans.”

Zeid Ra´ad al-Hussein er jórdanskur prins og gegndi þýðingarmiklum embættum í utanríkisþjónustu lands síns áður en hann tók við af Navi Pillay frá Suður-Afriku sem Mannréttindastjóri eða High Commissioner for Human Rights hjá Sameinuðu þjóðunum.

Sameinuðu þjóðirnar og ESB gegn

kynferðislegu ofbeldi 

#Spotlight