Föstudagur, 20 apríl 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Bein útsending frá umræðu um Jerúsalem

SC MiddleEast 746047 2017

21.desember 2017. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kemur í dag saman til fundar til að ræða tillögu um að harma ákvörðun Bandaríkjanna þess efnis að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis.

Hægt er að fylgjast með umræðum og atkvæðagreiðslu um málið á vefsjónvarpi Sameinuðu þjóðanna hér  http://webtv.un.org/ og hefjast umræður klukkan 3 síðdegis að íslenskum tíma.

14 ríki greiddu atkvæði með tillögu af sama tagi í  Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en eitt ríki Bandaríkin beitti neitundarvaldi. Egyptar lögðu þá tillögu fram, en Tyrkland og Jemen lögðu fram tillöguna á Allsherjarþinginu.

Mynd:Atkvæði greidd í öryggisráðinu um tillögu Egypta á mánudag. UN Photo/Kim Haughton

Sameinuðu þjóðirnar og ESB gegn

kynferðislegu ofbeldi 

#Spotlight