Sunnudagur, 18 mars 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Norðurlönd með matvæladag á COP23

Nordic Food Day COP23

9.nóvember 2017. Hvernig geta Norðurlöndin tekst á við alþjóðlegar áskoranir eins og matarsóun, ósjálfbært mataræði og minnkandi líffræðilegra fjölbreytni? Þessi stóra spurning liggur til grundvallar á Norræna matvæladeginum sem haldinn er 9. nóvember í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Bonn í Þýskalandi. 

cop23Norræna  ráðherranefndin kynnir á ráðstefnunni áherslur sínar á matvæli sem lið í alþjóðlegu loftslagsumræðunni. .Á fundinum í ár er megináherslan lögð gagnlegar og nýstárlegar lausnir í samræmi við Parísarsamkomulagið, og að vinna í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Matvælaframleiðsla og neysla hafa mikil áhrif á loftslagið. Staðreyndin er sú að nær þriðjung losunar gróðurhúsalofttegunda má rekja til matvælakerfis heimsins og gerir það mótun matvælastefnu að algeru forgangsmáli. Um leið hafa loftslagsbreytingar alvarleg áhrif á matvælakerfið sem knýr enn frekar á um að framleiðsla matvæla verði sjálfbær.

Matvælakerfi heimsins er beint og óbeint tengt hverju og einu af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem gerir matvæli að grundvallaratriði í sjálfbærri þróun.

„Norðurlöndin búa ekki yfir lausnum við öllum vandamálunum.“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. „En þau hafa langa reynslu af því að þróa ráðleggingar á grundvelli þekkingar og þeim hefur verið vel tekið af markaðinum og neytendum. Við höfum líka lumboð allra norrænu forsætisráðherranna - til þess að taka þátt í þessum mikilvægu alþjóðlegu umræðum um hvernig megi búa heiminum betri framtíð. Það er óviðunandi að hafast ekkert að.“  

Þörfin fyrir nýjar og snjallar lausnir hefur knúið norræna verkefnið um mótun matvælastefnu (NFPL) áfram en það er eitt af sex flaggskipsverkefnum sem kynnt voru sem áherslumál norrænu forsætisráðherranna fimm árið 2017. NFPL stendur að baki Norræna matvæladeginumÁ Norræna matvæladeginum er stefnt gagnvirkt rými þar sem hugsjónafólk og athafnafólk frá öllum heimshornum munu miðla hugmyndum, reynslu og sjónarmiðum sem varða hið mikilsverða málefni matvælastefnu og áhrif hennar á matvælakerfið í stóru samhengi.

Heimild: http://www.norden.org/is/a-doefinni/frettir/matvaelastefna-leidir-saman-hugsjonafolk-og-athafnafolk-a-cop23 

Sjálfbær heimur 2018