Sunnudagur, 18 mars 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Kunnátta bottfluttra Sómala beisluð

MAIN Mirkka Henttonen IOM

7.nóvember 2017. Sómalska nýlendan í Finnlandi miðlar reynslu sinni í nýja landinu til síns gamla heimalands með aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í viðtali í nýjasta norræna fréttabréfi UNIRC við Norðurlandabúa mánaðarins hjá Sameinuðu þjóðunum að þessu sinni.  Það er Finninn Mirkka Henttonen sem  starfar hjá Alþjóðafólksflutningastofnuninni (IOM) í Nairobi í Kenía, en þaðan ferðast hún oft til Sómalíu. Henttonen hefur einnig starfað fyrir IOM in Bangkok og Helsinki, en auk þess hefur hún unnið fyrir Mannfjöldastofnun SÞ (UNFPA) og Rauða Krossinn.

 Hvernig hófst ferill þinn hjá Sameinuðu þjóðunum?

Ég þurfti að verað mér úti um starfsnám í einu námskeiði í háskóla. Ég hafði samband við skrifstofu IOM í Helsinki og þeir lögðu til að ég færi til Bangkok. Eftir námið fékk ég vinnu hjá IOM í Helsinki. Einnig vann ég hjá UNFPA, þaðan lá leiðin til Rauða krossins og nú er ég aftur komin til IOM. Fyrst snérist vinnan um að hjálpa fórnarlömbum mansals að snúa aftur til til samfélagsins og að hjálpa hælisleitendum sem þess óskuðu,  að snúa aftur heim. Núna vinn ég við að fylkja liði brottfluttra Sómala til að styðja enduruppbyggingu Sómalíu og efla stofnanir landsins.

 Þu vinnur þessa stundina í Nairobi, hvernig er venjulegur vinnudagur?

Ég vinn aðallega við verkefni sem er kallað MIDA, en það snýst um að virkja afl farandfólks í þágu þróunar í Afríku. Stefnan er að nota þekkingu brottfluts fólks til að þróa stofnanir. Sem dæmi má nefna að ég reyni að nota þekkingu finnskra Sómala sem hafa aflað sér reynslu í Finnlandi í námi sínu og störfum. Verkefnið felst í því að þeir snúi aftur til Sómalíu tímabundið og vinna í ráðuneytum, sjúkrahúsum, háskólum og víðar og miðla þekkingu sinni og reynslu til heimamanna. Ég vinn að samræmingu slíkra verkefna. Ég er í tengslum við fjárveitendur, en Finnland, Svíþjóð og Ítalía eru helstu styrktaraðilar. Þá ferðast ég á vettvang í Sómalíu til að fylgjast með gangi mála. Mitt fólk er á víð og dreif um Sómalíu auk starfsfólks, bæði Keníabúa og Sómala og eins Finna hér í Nairobi.  

Er eitthvað sérstaklega norrænt sem þú hefur fram að færa í þínu starfi?

Hargeisa with experts Ambassador Mirkka Henttonen on the right Það sem er sérstakt við verkefni af þessu tagi er hvernig við nýtum sérstöðu finnskra Sómala sem þegna tveggja ríkja. Það er þeim mikilvægt að vera Finnar og þeir nýta sér lærdóm sinn frá Finnlandi í starfi, auk þess sem þeir nýta tengslanet sitt í Finnlandi til að fitja upp á samvinnu. Ég tók eftir því í Mogadishu að þeir notuðu finnskt kerfi til að skrá sjúklinga. Þá hafa þeir verið duglegir við að afla sér notaðs búnaðs frá norrænum sjúkrahúsum.  Þá getum við nýtt finnskan fjárlækningabúnað til að fá sérfræðiálit til dæmis varðandi fæðingalækningar.

Hverjar hafa verið þínar stærstu áskoranir í starfi? Og hver hefur verið mesta umbunin?

Mesta áskorunin á öllum þeim stöðum sem ég hef unnið á er hversu hægt hlutirnir þróast. Í Finnlandi er maður vanur því að allt gangi samkvæmt áætlun, en hér gerist það sjaldan, það er alltaf þrándur í götu einhvers staðar sem hægi á hlutunum.

En það hefur verið ótal margt ánægjulegt. Ég nefni reynslu mína af Hargeisa sjúkrahúsinu í Somalialandi, en þar störfuðu finnskir læknar og hjúkrunarfólk. Sjúkrahúsið var áður í niðurníðslu og sjúklingar forðuðust að fara þangað af ótta við skelfilega þjónustu. Nú hefur tekist að snúa við blaðinu þökk sé sómalska samfélaginu í Finnlandi.  Nærri fjórðungur nýbura lést á spítalanum en nú er hlutfallið 5%. Það er í raun frábær árangur. Hjúkrunarfræðingar úr sómölsku nýlendunni í Finnlandi hafa komið á fót deild fyrir nýbura. Minnsta barnið sem tekist hefur að bjarga vóg aðeins 700 grömm. Það er kraftaverki líkast hversu miklar framfarir hafa orðið.

 Hvaða ráð viltu gefa ungu fólki sem villa hasla sér völl í alþjóðlegu starfi, til dæmis hjá Sameinuðu þjóðunum?

Ég mæli eindregið með starfsnámi strax í háskólanámi. Þá er mikill akkur í að læra erlend tungumál, þó ég hafi líka tekið eftir að það sé ekki nóg að læra málin, ef maður notar þau ekki reglulega. Starfsnámið er númer eitt, jafnvel þó maður verði að færa fórnir til að stunda ólaunað starfsnám, þannig kemst maður með fótinn inn fyrir þröskuldinn.

Sjálfbær heimur 2018