Sunnudagur, 18 mars 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Sjaldnast refsað fyrir dráp á blaðamönnum

 
Journalistkillings

2.nóvember 2017.  Níutíu prósent morðingja blaðamanna í heiminum komust hjá refsingu árið 2017.

Þetta kemur fram í upplýsingum sem UNESCO hefur safnað hjá aðildarríkjum sínum. Þetta er örlítið skárra en árið á undan þegar 8% gerenda komst hjá því að sæta refsingu. Frá 2006 til 2016 fordæmdi UNESCO, mennta-, vísinda,-og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna morð á 930 blaðamönnum í heiminum. Af þeim voru 102 drepnir árið 2016. 

Meirihluti blaðamanna sem drepnir voru það ár voru blaðamenn sem unnu í innlendum fréttum í heimalöndum sínum. Helmingur morðanna voru framin í löndum þar sem ekki eru vopnuð átök.  Fjöldi blaðakvenna sem var drepinn jókst ú 5 í 10% á milli áranna 2015 og 2016. Konur eiga fremur á hættu ofsóknir á netinu en karlar. 

„Við fréttum af því að starfsystkini okkar séu drepin, særð, fangelsuð um allan heim,” segir Christiane Amanpour, sérstakur sendiherra UNESCO um tjáningarfrelsi og öryggi blaðamanna. „Okkur sem störfum í fjölmiðlum ber að halda áfram baráttunni fyrir að bundið verði endi á refsileysi.” 

Alþjóðlegur dagur til að binda enda á refsileysi fyrir glæpi gegn blaðamönnum er í dag 2. Nóvember. Í tilefni alþjóðlega dagsins hleypir UNESCO af stokkunum alheimsherferð í samvinnu við fjölmðila um allan heim, meðal annars á samskiptamiðlum og er myllumarkið #MyFightAgainstImpunity.

Tölulegt efni má finna hér:  en.unesco.org/world-media-trends-2017. Efni fyrir fjölmiðla má finna hér: https://drive.google.com/drive/folders/0B2_pslze8ni7TjBFS2xLUkROMms

Sjálfbær heimur 2018