Sunnudagur, 18 mars 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Guterres hvetur til stuðnings við Mið-Afríku

UNSG 25 Oct Central African Republic visit

26.október 2017. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til áframhaldandi alþjóðlegs stuðnings við Mið-Afríkulýðveldið.

Guterres sagði í heimsókn sinni til hins stríðshrjáða lands að brýn þörf væri á því að alþjóðasamfélagið sýndi samstöðu til að hjálpa landinu að komast yfir blóðugar trúarbragðaerjur.

“Heimsókn minni er ætlað að sýna samstöðu, virka samstöðu,” sagði Guterres á blaðamannafundi með forseta landsins, Faustin Archange Touadéra, í höfuðborginni Bangui. Í heimsókn sinni heiðraði hann minningu 12 friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna sem lástist hafa við skyldustörf það sem af er þessu ári.


Guterres ítrekaði að þörf væri á að efla friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna í Mið-Afríklýðveldinu (MINUSCA) til þess að hún sé betur í stakk búin að verndað íbúana. Þá varaði hann við því að trúarleg sundrung gerði vart við sig víðar en áður í landinu.

 „Þetta er afleiðing pólitískra vélabragða og ber að fordæma og uppræta hvað sem það kostar,” sagði hann við fréttamenn. Friðargæslusveitin var stofnuð 2014 eftir átök innanlands. Meir en 1 milljón manna hefur flosnað upp og flúið heimili sín, annað hvort innanlands eða til annara ríkja.  

Mið-Afríkulýðveldið er næst lægst á lista yfir öll ríki heims sem mælir lífskjör og þróun. Hópar uppreisnarmanna ráða sumum landshltutum og átök blossa upp annað slagið.  

Núverandi átök hófust 2012 þegar uppreisnarlið svokallaðs Seleka-bandalags náði yfirráðum yfir stórs hluta landsins og kristnir menn og múslimar börðust.

Sjálfbær heimur 2018