Miðvikudagur, 16 október 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

SÞ gagnrýna aðgerðir Trump

torture

30.janúar 2017. Mannréttindasérfræðingur Sameinuðu þjóðanna hvetur Donald Trump Bandaríkjaforseta til að láta hjá líða að leyfa á ný notkun vatnspyntinga og annars konar pyntinga við yfirheyrslur.

Nils Melzer, óháður sérfræðingur Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um pyntingar segir engan vafa leika á því að pyntingar felist í vatnspyntingum (waterboarding).

„Hvers kyns velþóknun eða andvaraleysi eða samþykki við slíkum verknaði, hversu vel rökstutt sem það kann að vera, getur leitt óhjákvæmilega til beitingar valds með grimmilegu og handahófskenndum hætti,“ segir Melzer.

„Ég brýni því Trump forseta til þess að hafa ekki aðeins í huga bandarískar skuldbindingar samkvæmt lögum…heldur einnig lagalegt og siðferðliegt álit alþjóðasamfélagsins, áður en hann leyfir á ný beitingu aðferða sem við tengjum frekar við villimennsku en siðmenningu.“

Í ræðu sem António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hélt á þingi Afríkusambandsins í dag í Addis Abbaba í Eþíópíu lauk hann lofsorði á Afríkuþjóðir fyrir að taka við einhverjum mesta fjölda flóttamanna allra ríkja í heiminum af mikilli rausn á sama tíma og
verið væri að loka landamærum „meira að segja í sumum þróuðustu ríkja heims."

Áður höfðu stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem fjalla um mál flótta- og farandfólks gefið út yfirlýsingu þar sem Bandaríkin eru hvött til þess að halda áfram að gegna forystu og halda áfram þeirri gömlu hefði að vernda fólk, sem neyðist til að flýja átök og ofsóknir.

„Þarfir flótta- og farandfólks í heiminum hafa aldrei verið meiri og áætlanir Bandaríkjamanna um að taka við flóttafólki hafa verið með hinum mikilvægustu í heiminum,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Fólksflutningastofnunarinnar (IOM).

Yfirlýsingin er viðbrögð við ákvörðun Trumps forseta, ma.um að stöðva í 120 daga áætlun um móttöku flóttafólks og banna komu fólks frá tilteknum múslimaríkjum, samkvæmt fréttum fjölmiðla.

Guterres útskýrir tilgang

loftslagsaðgerðafundarins