Þriðjudagur, 15 október 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Að hætta lífi sínu til að kveðja friðsælt land

MAIN migrants misrata Photo flickr European Commission 20 Generic CC BY ND 20
26.janúar 2017. Engum Senegala kæmi til hugar að leggjast í hættuför án þess að ráðgast fyrst við marabút, kennara og trúarleiðtoga úr bræðralagi Súfi-múslima.

Og vissulega þurfa þeir á allri þeirri hjálp sem þeir geta fengið, ef áfangastaðurinn er Evrópu, en ólögleg ferð yfir Miðjarðarhafið er nánast eina færa leiðin.

Að mati Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar, IOM, létust 3.771 á slíkri ferð yfir Miðjarðarhafið á árinu 2015.Together Logo format 05 resized

Allt er gert til að tryggja að ferðin gangi vel og örugglega fyrir sig. Það hafa margir leitað ráða hjá mér,” segir Baba Galle Camara. Hann er þekktur og virtur marabút í Grand Yoff, einu af fátækari hverfum Dakar, höfuðborgar Vestur-Afríkuríkisins Senegal.

Ég spyr alltaf um markmið fólksins,” segir hann. Ég myndi aldrei biðja fyrir neinum sem hefur framið glæp eða ætlar sér að selja eiturlyf í Madríd, svo dæmi sé nefnt,” segir Camara sem ræðir við útsendara Norræna fréttabréfs UNRIC í vinnustofu sinni í Grand Yoff. Þar ægir saman tækjum og tólum, kúskeljum og nautahornum, krúsum með smyrslum og versum úr kóraninum, sem eru út um allt og upp um alla veggi. Það er hins vegar á facebook sem fólk leitar til hans.

Marabout Camara Photo UNRICÞeir sem hafa þegið aðstoð mína hafa allir komist heilu og höldnu á áfangastað. Þið Evrópubúar trúið ekki á þetta, en það gerum við og þetta virkar.”

Flest farandfólk frá Senegal telst vera félagar í einum af mörgum bræðarlögum Súfi-múslima í Senegal. Farandfólk lætur ekki aðeins fé af hendi rakna til fjölskyldna sinna, heldur einnig bræðralaganna. Sum þeirra halda utan um peningasendingar. Stærsta bræðralagið, Múrídarnir, hefur nánast upp á sitt eindæmi reist hina helguborg Touba. Fé frá félögum bræðralagsins erlendis hefur staðið straum af hinni stórkostlegu mosku borgarinnar. Við þurfum ekki peninga frá Sádi Arabíu til að byggja okkar moskur,”segir hann. Við byggjum þær sjálf.”

Fólksflutningar til og frá Senegal voru til skamms tíma fyrst og fremst í tengslum við önnur Afríkuríki. Reyndar er það svo að minna en helmingur farandfólks (40%) leitar gæfunnar í ríkjum í norðri. Að mati Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar (Ársskýrsla IOM 2013) flytur um þriðjungur farandfólks á náðir annara ríkja á suðurhvelfi jarðar.

Og sögulega leitaði fólk fremur til Senegal en þaðan. Umskipti urðu á tíunda áratugnum þegar Senegalar hófu að leita í vaxandi mæli út fyrir landsteinanana og til nýrra landa. Touba Mosque Senegal Photo Flickr jbdodane 2.0 Generic CC BY NC 2.0

Lífskjör heimafyrir rýrnuðu og fréttir af góðu gengi landa erlendis fyrst í ríkari Afríkulöndum og svo í Evrópu og Bandaríkjunum hafa aukið kröfur fólks um lífsgæði og laðað til sín fólk.

Enginn vafi er á að það er þrýstingur á ungt fólk að hleypa heimdraganum en allir vija þó ekki fara.
Ef valið væri mitt, myndi ég að minnsta kosti ekki kjósa að flytja alfarinn úr landi,” segir Pape Fall í viðtali við UNRIC. Pape er tuttugu og eins árs gamall Dakar-búi úr Ouagou Niaye-hverfinu, alþýðuhverfi sem horfir á eftir mörgum syninum til útlanda. Ef ég ætti þess kost að ferðast, staldra við í nokkra mánuði og koma heim, eða stunda viðskipti, þá væri það alveg kjörið.”

Marabout Street Art Photo UNRICSenegal hefur ætíð haft orð á sér að vera eitt þeirra Afríkuríkja sem náð hefur mestum árangri. Forsetar landsins hafa ævinlega verið þjóðkjörnir í lýðræðislegum kosningum. Engum hefur verið steypt af stóli og stofnanir ríkisins virka vel. En atvinnuleysi ungmenna er gríðarlegt og það bítur ekki síst þegar haft er í huga að helmingur landsmanna er undir átján ára aldri.

Það sem okkur skortir í þessu landi,” heldur Pape Fall áfram, er fé. Landið vantar peninga. Ef maður er svo heppinn að hafa vinnu, fær maður lítið sem ekkert í samanburði við þá sem vinna annars staðar.”

Árið 2008 var planet-senegal.com, vinsæl vefsíða þar sem ýmislegt var haft í flimtingum. Fyrst gáfu þeir Pack Slavopolack screenshotvæntanlegum Evrópuförum góð ráð og auglýstu svokallaðan “pack Slavopolak” fyrir þá sem ætluðu um Austur-Evrópu inn á Schengen-svæðið. Síðar voru það ráð um hvernig ætti að komast til Frakklands eftir að eystri leiðin varð torsóttari.

Þekkasta leiðin var lengi til Kanaríeyja um borð í fiskibáti. Nánast er búið að loka þeirri 1300 kílómetra siglingu eftir að samkomulag tókst um að stöðva og flytja heim Senegala á milli ríkisstjórnar landsins og Frontex, landamærastofnunar ESB.

Í byrjun aldarinnar barst svo orðrómur um að hægt væri að fá vegabréfsáritun til Dubai auðveldlega og síðan væri hægur leikur að láta sig hverfa þegar millilent væri í París. Enginn veit hversu margir Senegalar komust á þennan auðvelda hátt til Evrópu, en Adam var ekki lengi í paradís. Nú standa lögreglumenn við komuhliðið þegar flugið frá Senegal er væntanlegt til Parísar og gæta þess að allir skili sér á áfanagastað.

Street vendor Sunglasses Senegal Photo UNRICNúna fara flestir með áætlunarbíl til Marokkó frá Pikinehverfinu í Dakar. Eða fara til Bamako, höfuðborgar Malí og þaðan norður til bæjanna Gao eða Agadez í eyðimörkinni í Niger og áfram yfir Sahara-eyðimörkinni oft á opnum pallbílum.

Leiðin liggur um átakasvæði þar sem ýmist 15 þúsund friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna (MINUSMA) eða íslamskir vígamenn ráða ríkjum. Múta verður flutningastarfsfólkinu, smyglurum og lögreglumönnum til að tryggja að vera ekki sendur heim aftur.

Fólk sunnan Sahara sætir oft illri meðferð í norður Afríku og sagt er að farandfólk sé stundum rekið út í eyðimörkina í Marokkó, Alsír og Líbýu til að deyja drottni sínum. Og ef þeir komast að ströndinni þá er ferðin yfir hafið ekki gefins.Franc Cfa Senegal Photo UNRIC

Ég skil ekki þá sem fara í bátana til að komast yfir,” segir Pape Fall.

“Ég bið forláts en þetta fólk hleypst frá ábyrgð. Ég hef heyrt að ferðalagið kosti 1200 evrur. Til þess að komast í skip! Ef ég hefði svo mikið fé myndi ég ekki kosta hættuför, heldur væri ég búinn að koma mér upp fyrirtæki og farinn að græða fé.”

(Þessi grein birtist fyrst í janúarútgáfu Norræna fréttabréfs UNRIC)

Guterres útskýrir tilgang

loftslagsaðgerðafundarins