Mánudagur, 23 apríl 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Næsta stoppistöð: Betra líf

migration
18.desember 2013. Innan við helmingur þeirra jarðarbúa sem flytjast á milli landa, eru íbúar þróunarríkja í suðri sem halda til þróaðra ríkja í norðri.  Aðeins 40% farandfólks er fólk frá þróunarríkjum sem sækir til þróaðra ríkja að því er fram kemur í nýrri skýrslu  Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar (IOM).

Alþjóðlegir fólksflutningar fara sífellt meir í vöxt en það þýðir þó ekki að meiri hreyfing sé hlutfallslega en áður var. Fjöldi fólks á faraldsfæti þvert á landamæri hefur vaxið í 232 milljónir á þessu ári en var 175 milljónir árið 2000 og 154 milljónir árið 1990, en þessi fjöldi helst í hendur við aukinn fólksfjölda í heiminum. Fjöldi alþjóðlegs farandfólks (migrants) er stöðugur sem hlutfall eða á bilinu 2.5 til 3 prósent.

Haldið er upp á Alþjóðlegan dag alþjóðlegs farandfólks ár hvert 18.desember til að viðurkenna starf, framlag og réttindi þessa fólks um allan heim. Fólk flyst frá heimalöndum sínum af ýmsum ástæðum, allt frá loftslagsbreytingum og fátækt til menntunar og draumastarfsins. Eins og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað sagt „Það eru 232 milljónir manns sem búa utan fæðingarlands síns og ég er í þeim hópi.“

William Lacy Swing, forstjóri IOM (Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar) benti á að aldrei fyrr hefðu svo margir látist við að komast yfir landamæri á laun og árið 2013.
“Við munum aldrei vita hina réttu tölu því svo margir hafa látist án þess að nokkur sé til frásagnar við að komast yfir eyðimerkur, á höfum úti eða í annars konar slysum,” sagði Swing, sendiherra. „Engu að síður vitum við til að 2360 manns hafi látist í viðleitni sinni til þess að láta draum sinn rætast um nýtt líf í nýju landi. Þetta fólk er örvilnað og jafnvel vitneskja um lífshættu hindrar það ekki í að leggja í slíka hættuför.“

Harmleikir hafa orðið við eynna Lampedusa á Miðjarðarhafinu, á Karíbahafinu og undan ströndum Tælands og Indónesíu en þar hefur drekkhlöðnum bátum hvolft og tugir látist. Landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og eyðimerkursvæðið á milli Vestur-Afríku og Lýbíu eru hættulegustu landsvæðin og deyr fólk í lestarslysum, er myrt eða deyr úr þorsta í leit sinni að betra lífi. Átök og náttúruhamfarir ýta undir fólksflutninga. Um fimm þúsund manns hafa yfirgefið miðbik Filippseyja í kjölfar fellibyljarins Haiyan í síðasta mánuði. Enn hafa hundrað þúsund manns flúið Mið-Afríkulýðveldið fyrri hluta desember.

Sameinuðu þjóðirnar og ESB gegn

kynferðislegu ofbeldi 

#Spotlight