Föstudagur, 20 apríl 2018
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Mýrarkalda: Dauðsföllum hefur fækkað um helming

 mýrarkalda

12.desember 2013. Alþjóðleg viðleitni til að útrýma mýrarköldu hefur bjargað 3.3 milljónum mannslífa frá árinu 2000.

Tíðni dauðsfalla af völdum mýrarköldu eða malaríu hefur minnkað um helming að því er fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. 

Flest dauðsföllin hefðu orðið í þeim tíu ríkjum þar sem dánartíðnin er hæst og lífi barna innan fimm ára hefur verið bjargað – en mýrarkalda leggst þyngst á þau. Á sama tíma hefur dánartíðni af völdum mýrarköldu “þögla morðingjans” fækkað um 54% í Afríku.

Fagna ber þessum góðu tíðindum en varanlegrar fjármögnunar er einnig þörf að sögn WHO.

“Það er engin ástæða til að sofna á verðinum þrátt fyrir þennan góða árangur” segir Margaret Chan, forstjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. “Beinn fjöldi látinna af völdum mýrarköldu hefur ekki lækkað eins hratt og hægt væri.”
Tölur benda til að almennur aðgangur að forvörnum og meðferð sé ónógur. Talið er að 3.4 milljarðar manna eigi á hættu að veikjast af mýrarköldu, aðallega í Afríku en þar eru 80% sjúkdómstilfella og í suð-austur Asíu.

 

Sameinuðu þjóðirnar og ESB gegn

kynferðislegu ofbeldi 

#Spotlight